Hinn goðsagnakenndi Sir Frank Williams er látinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. nóvember 2021 07:01 Frank Williams, stofnandi Williams og Sam Michaels sem var stjórnandi liðsins. Mynd: Getty Images Frank Williams, stofnandi og fyrrum eigandi Williams liðsins í Formúlu 1 lést í gærmorgun 79 ára að aldri. Hann hafði verið lagður inn á sjúkrahús á föstudag. Frank Williams stofnaði Williams Grand Prix Engineering árið 1977, hann hafði áður rekið lið með bíla í Formúlu 2 og 3. Hann valdi að einblína á eigin Formúlu 1 verkefni eftir að samstarf við kanadíska olíujöfurinn Walter Wolf fór í skrúfuna. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Lewis Hamilton fór tvo hringi á Silverstone með Frank Williams sem farþega. Það var þá sem Williams hóf langt og farsælt samstarf við tæknistjórann Patrick Head. Það var um það leyti sem það samstarf hófst sem Williams liðið fór að ná árangri í Formúlu 1. Clay Regazzoni vann fyrstu keppnina fyrir Williams í breska kappakstrinum árið 1979. Liðið varð svo meistari bílasmiða árið eftir ásamt því sem Alan Jones, þá ökumaður liðsins varð heimsmeistari. Damon Hill var meistari með Williams árið 1996 og vottaði honum virðingu sína þegar fréttir af andláti Williams bárust í gær. View this post on Instagram A post shared by Damon Hill (@96f1champ) Williams liðið hefur unnið 114 keppnir í Formúlu 1 ásamt sjö heimsmeistaratitlum ökumanna og níu heimsmeistaratitlum bílasmiða. Keke Rosberg, Nelson Piquet, Nigel Mansell, Alain Prost, Damon Hill og Jacques Villeneuve hafa orðið heimsmeistarar í Williams bílum. Williams liðið var eitt það allra stærsta á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Williams lenti í bílslysi árið 1986 rétt við Paul Ricardi brautina í Frakklandi. Slysið varð til þess að Williams notaði hjólastól það sem eftir varð ævinnar þar sem hann lamaðist fyrir neðan mitti. Lewis Hamilton var meðal fjölmargra sem vottuðu Williams virðingu sína í gær. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) Williams liðið varð svo fyrir áfalli þegar Ayrton Senna lést í slysi í bíl Williams liðsins á Imola brautinni á Ítalíu árið 1994. Síðan þá hafa allir Williams bílar borið merki Senna. Frank Williams hætti í stjórn Williams liðsins árið 2012 og eftirlét þá dóttur sinni Claire Williams liðsstjórn Formúlu 1 liðsins. Hún stýrði liðinu þangað til í september í fyrra þegar Dorilton Capital keypti liðið af Williams fjölskyldunni. George Russell er ökumaður Williams liðsins út árið, hann mun fara til Mercedes liðsins eftir áramót. View this post on Instagram A post shared by George Russell (@georgerussell63) Í yfirlýsingu frá Williams liðinu vegna andláts hans segir: „Sir Frank Williams var sönn goðssögn í okkar íþrótt. Andlát hans táknar endalok ákveðins tímabils í sögu liðs okkar og í Formúlu 1. Hann var einstakur frumkvöðull. Þrátt fyrir mikið mótlæti í lífi hans leiddi hann liðið á vegferð sem tryggði 16 heimsmeistaratitla, sem gerir okkur að einu sigursælasta liði í sögu Formúlu 1.“ „Gildi hans voru heiðarleiki, samvinna og sjálfstæði ásamt áræðni. Þessi gildi munu halda áfram að vera kjarna gildi fyrir liðið. Við erum afar stolt af því að keppa undir merkjum Williams fjölskyldunnar,“ sagði einnig í yfirlýsingu liðsins. Formúla Andlát Bretland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent
Frank Williams stofnaði Williams Grand Prix Engineering árið 1977, hann hafði áður rekið lið með bíla í Formúlu 2 og 3. Hann valdi að einblína á eigin Formúlu 1 verkefni eftir að samstarf við kanadíska olíujöfurinn Walter Wolf fór í skrúfuna. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Lewis Hamilton fór tvo hringi á Silverstone með Frank Williams sem farþega. Það var þá sem Williams hóf langt og farsælt samstarf við tæknistjórann Patrick Head. Það var um það leyti sem það samstarf hófst sem Williams liðið fór að ná árangri í Formúlu 1. Clay Regazzoni vann fyrstu keppnina fyrir Williams í breska kappakstrinum árið 1979. Liðið varð svo meistari bílasmiða árið eftir ásamt því sem Alan Jones, þá ökumaður liðsins varð heimsmeistari. Damon Hill var meistari með Williams árið 1996 og vottaði honum virðingu sína þegar fréttir af andláti Williams bárust í gær. View this post on Instagram A post shared by Damon Hill (@96f1champ) Williams liðið hefur unnið 114 keppnir í Formúlu 1 ásamt sjö heimsmeistaratitlum ökumanna og níu heimsmeistaratitlum bílasmiða. Keke Rosberg, Nelson Piquet, Nigel Mansell, Alain Prost, Damon Hill og Jacques Villeneuve hafa orðið heimsmeistarar í Williams bílum. Williams liðið var eitt það allra stærsta á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Williams lenti í bílslysi árið 1986 rétt við Paul Ricardi brautina í Frakklandi. Slysið varð til þess að Williams notaði hjólastól það sem eftir varð ævinnar þar sem hann lamaðist fyrir neðan mitti. Lewis Hamilton var meðal fjölmargra sem vottuðu Williams virðingu sína í gær. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) Williams liðið varð svo fyrir áfalli þegar Ayrton Senna lést í slysi í bíl Williams liðsins á Imola brautinni á Ítalíu árið 1994. Síðan þá hafa allir Williams bílar borið merki Senna. Frank Williams hætti í stjórn Williams liðsins árið 2012 og eftirlét þá dóttur sinni Claire Williams liðsstjórn Formúlu 1 liðsins. Hún stýrði liðinu þangað til í september í fyrra þegar Dorilton Capital keypti liðið af Williams fjölskyldunni. George Russell er ökumaður Williams liðsins út árið, hann mun fara til Mercedes liðsins eftir áramót. View this post on Instagram A post shared by George Russell (@georgerussell63) Í yfirlýsingu frá Williams liðinu vegna andláts hans segir: „Sir Frank Williams var sönn goðssögn í okkar íþrótt. Andlát hans táknar endalok ákveðins tímabils í sögu liðs okkar og í Formúlu 1. Hann var einstakur frumkvöðull. Þrátt fyrir mikið mótlæti í lífi hans leiddi hann liðið á vegferð sem tryggði 16 heimsmeistaratitla, sem gerir okkur að einu sigursælasta liði í sögu Formúlu 1.“ „Gildi hans voru heiðarleiki, samvinna og sjálfstæði ásamt áræðni. Þessi gildi munu halda áfram að vera kjarna gildi fyrir liðið. Við erum afar stolt af því að keppa undir merkjum Williams fjölskyldunnar,“ sagði einnig í yfirlýsingu liðsins.
Formúla Andlát Bretland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent