Keane og Carra rifust um Cristiano Ronaldo en Neville skellihló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 08:01 Cristiano Ronaldo var mjög pirraður í leiknum á Stamford Bridge í gær enda ósáttur að þurfa að byrja þennan stórleik á bekknum. AP/Kirsty Wigglesworth Það var fjör í sjónvarpssalnum hjá Sky Sports eftir leik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan var Cristiano Ronaldo og það að sérfræðingarnir Roy Keane og Jamie Carragher voru mjög ósammála um hann og hans hlutskipti á Brúnni í gær. Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021 Enski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021
Enski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira