„Vorum alltaf meiri vinir heldur en par“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2021 10:30 Elín og Davíð ræddu um skilnaði sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þau tengjast í raun ekkert en sögðu sitthvora sögu sína þegar kemur að skilnaði og hvernig foreldrar geta unnið saman. Skiptir máli hvernig fólk skilur, hver eru líklegustu vandamálin, hefur skilnaður áhrif á börn og þá hversu mikil? Frá árinu 2018 hafa félagsráðgjafarnir Gyða Hjartardóttir og Sigrún Júlíusdóttir þjálfað fagfólk í átta sveitarfélögum í svokallaðri skilnaðarráðgjöf, það sem kallað er SES. Rætt var við Gyðu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið skaða á börnum heldur hvernig að honum er staðið,“ segir Gyða og bætir við að foreldrar barnsins eigi að temja sér strax það viðhorf að koma fram við hvort annað eins og samstarfsfélaga. Sama hvernig þau líka við hvort annað þá séu ákveðnar reglur og þau eiga ekki að leyfa sér að segja hvað sem er. „Við erum hér með verkfæri fyrir foreldra að læra að skilja á góðan hátt fyrir börnin.“ Námskeiðin fara fram á netinu gagnast langflestum, líka þeim sem gengur vel að skilja. „Þarna er verið að fjalla um efni eins og áhrif skilnaðarins á mig sem manneskju, áhrif skilnaðar á börnin og hvernig við getum komið í veg fyrir að falla í gryfjur ágreinings. Síðan bara tekur lífið við. Mamma þarf að flytja, pabbi eignast kærustu og eitthvað sem gerir það að verkum að oft fara hlutirnir í hund og kött.“ Gyða Hjartardóttir mætti í þáttinn til að útskýra námskeið SES. Í innslaginu var rætt við fólk sem hafði farið í gegnum skilnað og farið í gegnum námskeiðin. „Við vorum alltaf meiri vinir heldur en par og ákváðum að fara í sundur,“ segir Elín Sigurvinsdóttir sem skildi við barnsföður sinn á sínum tíma. „Við þurftum að ákveða hvernig við myndum viljað hafa umgengni og við vorum búnar að vera tengdar við naflastreng frá upphafi. Ég spurði hann hvernig hann sjái þetta fyrir sér og hann vildi strax hafa þetta viku og viku fyrirkomulag. Við þurftum því að vinna okkur upp í það. Barnið á rétt á því að verum jafnt hjá foreldrum sínum,“ segir Elín en einnig var rætt við Davíð Alexander Östergaard sem skildi við barnsmóður sína og fór í gegnum námskeið SES. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Frá árinu 2018 hafa félagsráðgjafarnir Gyða Hjartardóttir og Sigrún Júlíusdóttir þjálfað fagfólk í átta sveitarfélögum í svokallaðri skilnaðarráðgjöf, það sem kallað er SES. Rætt var við Gyðu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið skaða á börnum heldur hvernig að honum er staðið,“ segir Gyða og bætir við að foreldrar barnsins eigi að temja sér strax það viðhorf að koma fram við hvort annað eins og samstarfsfélaga. Sama hvernig þau líka við hvort annað þá séu ákveðnar reglur og þau eiga ekki að leyfa sér að segja hvað sem er. „Við erum hér með verkfæri fyrir foreldra að læra að skilja á góðan hátt fyrir börnin.“ Námskeiðin fara fram á netinu gagnast langflestum, líka þeim sem gengur vel að skilja. „Þarna er verið að fjalla um efni eins og áhrif skilnaðarins á mig sem manneskju, áhrif skilnaðar á börnin og hvernig við getum komið í veg fyrir að falla í gryfjur ágreinings. Síðan bara tekur lífið við. Mamma þarf að flytja, pabbi eignast kærustu og eitthvað sem gerir það að verkum að oft fara hlutirnir í hund og kött.“ Gyða Hjartardóttir mætti í þáttinn til að útskýra námskeið SES. Í innslaginu var rætt við fólk sem hafði farið í gegnum skilnað og farið í gegnum námskeiðin. „Við vorum alltaf meiri vinir heldur en par og ákváðum að fara í sundur,“ segir Elín Sigurvinsdóttir sem skildi við barnsföður sinn á sínum tíma. „Við þurftum að ákveða hvernig við myndum viljað hafa umgengni og við vorum búnar að vera tengdar við naflastreng frá upphafi. Ég spurði hann hvernig hann sjái þetta fyrir sér og hann vildi strax hafa þetta viku og viku fyrirkomulag. Við þurftum því að vinna okkur upp í það. Barnið á rétt á því að verum jafnt hjá foreldrum sínum,“ segir Elín en einnig var rætt við Davíð Alexander Östergaard sem skildi við barnsmóður sína og fór í gegnum námskeið SES. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira