Stuðningsmenn Man. United ætla að hylla Solskjær á Arsenal leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 13:31 Ole Gunnar Solskjær brosir fyrir síðasta leik sinn sem stjóri Manchester United sem var á móti Watford á Vicarage Road 20. nóvember síðastliðinn. Getty/Charlie Crowhurst Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United á dögunum en það breytir því þó ekki að stuðningsmenn félagsins vilja heiðra þessa goðsögn hjá félaginu. Manchester United spilar á móti Arsenal á Old Trafford á morgun en það verður fyrsti heimaleikur félagsins síðan að Solskjær þurfti að taka pokann sinn. Man United fans are planning a tribute to sacked manager Ole Gunnar Solskjaer ahead of their game against Arsenal, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/kVKZi3ahHo— ESPN UK (@ESPNUK) November 30, 2021 Stuðningsmenn United ætla að nota tækifærið og hylla Solskjær með því að vígja nýjan risastóran Solskjær fána í Stretford End stúkunni. Með því er ætlunin að þakka honum fyrir sitt framlag en Norðmaðurinn kvaddi félagið með tárin í augunum í síðustu viku. Manchester United er búið að ráða Þjóðverjann Ralf Rangnick sem stjóra liðsins en þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi mun Michael Carrick stýra liðinu í þriðja leiknum í röð. Solskjær þurfti að taka pokann sinn eftir 4-1 tap á móti Watford en hann var stjóri félagsins í næstum því þrjú ár. Það eru ekki allir sáttir með þetta hjá stuðningsmönnunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Sickening, saccharine tosh! You have just wasted three years of your lives treading water. Celebrating mediocrity shouldn t be what Man United fans are about. Simon Jordan blasts the plans by #MUFC fans to pay tribute to Solskjaer with a banner at Old Trafford. pic.twitter.com/rtx2eJatVR— talkSPORT (@talkSPORT) November 30, 2021 Undir hans stjórn vann United enga titla en endaði í öðru sæti bæði í ensku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Liðið tapaði sjö af síðustu þrettán leikjum hans sem stjóra. Hinn 48 ára gamli Solskjær er mikil goðsögn hjá félaginu eftir ellefu ár sín sem leikmaður félagsins frá 1996 til 2007. Ole Gunnar vann sex meistaratitla og skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 sem um leið innsiglaði þrennuna. "I'm so honoured and privileged to have been trusted to take the club forward." "The fans have been amazing. From day one at Cardiff until the last one now." Ole Gunnar Solskjær with an emotional farewell to the @ManUtd fans. pic.twitter.com/33VKLB6VNv— SPORF (@Sporf) November 21, 2021 Enski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Manchester United spilar á móti Arsenal á Old Trafford á morgun en það verður fyrsti heimaleikur félagsins síðan að Solskjær þurfti að taka pokann sinn. Man United fans are planning a tribute to sacked manager Ole Gunnar Solskjaer ahead of their game against Arsenal, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/kVKZi3ahHo— ESPN UK (@ESPNUK) November 30, 2021 Stuðningsmenn United ætla að nota tækifærið og hylla Solskjær með því að vígja nýjan risastóran Solskjær fána í Stretford End stúkunni. Með því er ætlunin að þakka honum fyrir sitt framlag en Norðmaðurinn kvaddi félagið með tárin í augunum í síðustu viku. Manchester United er búið að ráða Þjóðverjann Ralf Rangnick sem stjóra liðsins en þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi mun Michael Carrick stýra liðinu í þriðja leiknum í röð. Solskjær þurfti að taka pokann sinn eftir 4-1 tap á móti Watford en hann var stjóri félagsins í næstum því þrjú ár. Það eru ekki allir sáttir með þetta hjá stuðningsmönnunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Sickening, saccharine tosh! You have just wasted three years of your lives treading water. Celebrating mediocrity shouldn t be what Man United fans are about. Simon Jordan blasts the plans by #MUFC fans to pay tribute to Solskjaer with a banner at Old Trafford. pic.twitter.com/rtx2eJatVR— talkSPORT (@talkSPORT) November 30, 2021 Undir hans stjórn vann United enga titla en endaði í öðru sæti bæði í ensku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Liðið tapaði sjö af síðustu þrettán leikjum hans sem stjóra. Hinn 48 ára gamli Solskjær er mikil goðsögn hjá félaginu eftir ellefu ár sín sem leikmaður félagsins frá 1996 til 2007. Ole Gunnar vann sex meistaratitla og skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 sem um leið innsiglaði þrennuna. "I'm so honoured and privileged to have been trusted to take the club forward." "The fans have been amazing. From day one at Cardiff until the last one now." Ole Gunnar Solskjær with an emotional farewell to the @ManUtd fans. pic.twitter.com/33VKLB6VNv— SPORF (@Sporf) November 21, 2021
Enski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira