„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 14:31 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen þjálfuðu saman U21-landslið Íslands með frábærum árangri og tóku svo við A-landsliðinu fyrir tæpu ári sem óhætt er að segja að hafi verið stormasamt. vísir/Jónína Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. „Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“ HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
„Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira