Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 14:24 Birgir Ármannsson klúðraði úthlutun sæta þingmanna tvisvar. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. Eftir að hafa dregið í sæti fyrir formenn flokkanna, sem ekki hlutu ráðherrastól, og sæti fyrir þingflokksformenn uppgötvaði Birgir að hann væri ekki að draga sætanúmer úr réttum kassa. „Háttvirtir þingmenn eru beðnir afsökunar á því að í þessu flókna hlutaveltufyrirkomulagi hefur forseta orðið á þau mistök að draga kúlur úr röngum kassa,“ sagði Birgir og uppskar hlátur þingmanna. Birgir uppskar hlátrasköll þegar hann klúðraði úthlutuninni.Vísir/Vilhelm „Þannig að það stendur sem áður lá fyrir með formenn stjórnmálaflokka en nú þarf að draga að nýju um sæti formanna þingflokka. Það var eitthvað í þessu sem ekki passaði.“ Og svo byrjaði hann aftur að hluta til sætum til formanna þingflokka. Þegar því var lokið fór hann að draga í sæti fyrir aðra þingmenn, sem var gert í stafrófsröð. Þegar kom að Birni Leví Gunnarssyni, sem fékk úthlutað sæti númer 10, kom í ljós að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni hafði þegar verið úthlutað sætinu. „Forseti biður þingmenn að hinkra andartak á meðan athugað er með bókhaldið,“ sagði Birgir þá og enn fleiri hlógu. „Þar sem hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum þá ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að hægt sé að leiðrétta þennan misskilning.“ Úthlutunin tókst svo í þriðja skiptið og hafa allir þingmenn nú fengið úthlutað þingsæti. Hér að neðan má sjá bút af klúðrinu: Klippa: Klúður í úthlutun sæta á Alþingi Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Eftir að hafa dregið í sæti fyrir formenn flokkanna, sem ekki hlutu ráðherrastól, og sæti fyrir þingflokksformenn uppgötvaði Birgir að hann væri ekki að draga sætanúmer úr réttum kassa. „Háttvirtir þingmenn eru beðnir afsökunar á því að í þessu flókna hlutaveltufyrirkomulagi hefur forseta orðið á þau mistök að draga kúlur úr röngum kassa,“ sagði Birgir og uppskar hlátur þingmanna. Birgir uppskar hlátrasköll þegar hann klúðraði úthlutuninni.Vísir/Vilhelm „Þannig að það stendur sem áður lá fyrir með formenn stjórnmálaflokka en nú þarf að draga að nýju um sæti formanna þingflokka. Það var eitthvað í þessu sem ekki passaði.“ Og svo byrjaði hann aftur að hluta til sætum til formanna þingflokka. Þegar því var lokið fór hann að draga í sæti fyrir aðra þingmenn, sem var gert í stafrófsröð. Þegar kom að Birni Leví Gunnarssyni, sem fékk úthlutað sæti númer 10, kom í ljós að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni hafði þegar verið úthlutað sætinu. „Forseti biður þingmenn að hinkra andartak á meðan athugað er með bókhaldið,“ sagði Birgir þá og enn fleiri hlógu. „Þar sem hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum þá ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að hægt sé að leiðrétta þennan misskilning.“ Úthlutunin tókst svo í þriðja skiptið og hafa allir þingmenn nú fengið úthlutað þingsæti. Hér að neðan má sjá bút af klúðrinu: Klippa: Klúður í úthlutun sæta á Alþingi
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira