Milan aðeins stigi frá toppnum eftir að Napoli missteig sig | Markalaust hjá PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 22:15 Zlatan var á skotskónum í kvöld. Andrea Bruno Diodato/Getty Images Öll þrjú topplið Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, léku í kvöld. Inter vann sinn leik fyrr í kvöld örugglega, AC Milan gerði slíkt hið sama en topplið Napoli missteig sig gegn Sassuolo eftir að hafa komist 2-0 yfir. Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35
Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30