Fyrsta stiklan úr Verbúðinni: „Þetta er óður til níunda áratugarins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 13:53 Verbúðin verður frumsýnd á annan í jólum. Skjáskot Fyrsta stiklan fyrir þættina Verbúðina, úr smiðju Vesturports, hefur verið sýnd. Þættirnir verða frumsýndir á RÚV á öðrum degi jóla og eru átta í heildina. Leikstjóri þáttanna segir þá óð til níunda áratugarins. Þættirnir fjalla um vini sem búa vestur á fjörðum og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983 þegar kvótakerfið er að verða til. „Við fylgjum því hvernig þau þróast samhliða því sem kvótkerfið er að festa sig í sessi á árunum 1983 til 1991. Það er tímaspan seríunnar,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri og einn aðalleikara seríunnar. Gísli er leikstjóri þáttanna ásamt Maríu Reyndal og Birni Hlyni Haraldssyni. Hann framleiðir þættina sömuleiðis ásamt Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg Filippusdóttur og Nönu Alfreðsdóttur. Þættirnir hafa fengið lof gagnrýnenda og unnu til að mynda aðalverlaunin á Series Mania hátíðinni í Frakklandi í haust. Fréttastofa ræddi verkefnið við Björn Hlyn í sumar en Björn sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna Verbúðarinnar. „Hún gerist meira og minna öll fyrir vestan, á Vestfjörðum. Hún er tekin upp að stórum hluta á Suðureyri og þetta eru átta þættir, stórt verkefni. Þetta hefur fengið rífandi start og núna erum við að byrja að hita landann upp fyrir þessa sjóferð,“ segir Gísli. Í stiklunni má sjá að fjöldi þekktra íslenskra leikara hafa hlutverk í þáttunum, þar á meðal Benedikt Erlingsson, sem hefur undanfarin misseri einblínt á leikstjórn. Gísli Örn segir að þau hafi sérstaklega valið fólk sem þau hafi unnið með áður. Pælingin hafi verið sú hvernig þau, fólk sem þekkist vel, hefði unnið úr aðstæðunum í þáttunum og hvernig það væri hægt að yfirfæra á persónurnar. „Hvað ef við, þessi hópur, værum fyrir vestan 1983 og það kemur hugmynd um kvótakerfi? Hvernig hefðum við spilað úr því?“ spyr Gísli. Klippa: Verbúðin - stikla „Þannig að þetta er í raun dæmisaga og þar af leiðandi getur maður kannski skilið hvað það var sem gerðist þegar kvótakerfið var sett á. Ég held að mjög margir Íslendingar beri fyrir sig að þeir skilji þetta ekki og viti ekkert um kvótakerfið. Ég held að í þessari seríu, með því að sjá hvernig vinirnir fara í gegn um þetta, þá skilurðu þetta á mannamáli.“ En hvers vegna völdu þau að fjalla um þetta tímabil í íslenskri sögu? „Þetta er óður til tímabilsins, þegar við erum öll unglingar, það er mikið að gerast í íslenskri pólitík og annað á þessum tíma sem maður varð ekkert var við þá þannig að það er gaman að gera þessu tímabili skil,“ segir Gísli. „Í leiðinni áttar maður sig á því hvaða umpólanir eiga sér stað á þessum tíma og hvaða áhrif þær hafa á þetta fólk. Þetta er allt innblásið af sönnum sögum þannig að við erum að reyna að vera eins nálægt sannleikanum því sannleikurinn er jú oft ótrúlegri en skáldskapurinn. Og í raun miklu ótrúlegri. “ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dramatísk þáttaröð um kvótakerfið á Íslandi vann virtustu verðlaunin Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Verbúð, sem frumsýnd verður síðar á árinu, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á evrópsku verðlaunahátíðinni Series Mania sem fram fór í Lille í Frakklandi í gærkvöldi. 3. september 2021 08:36 Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þættirnir fjalla um vini sem búa vestur á fjörðum og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983 þegar kvótakerfið er að verða til. „Við fylgjum því hvernig þau þróast samhliða því sem kvótkerfið er að festa sig í sessi á árunum 1983 til 1991. Það er tímaspan seríunnar,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri og einn aðalleikara seríunnar. Gísli er leikstjóri þáttanna ásamt Maríu Reyndal og Birni Hlyni Haraldssyni. Hann framleiðir þættina sömuleiðis ásamt Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg Filippusdóttur og Nönu Alfreðsdóttur. Þættirnir hafa fengið lof gagnrýnenda og unnu til að mynda aðalverlaunin á Series Mania hátíðinni í Frakklandi í haust. Fréttastofa ræddi verkefnið við Björn Hlyn í sumar en Björn sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna Verbúðarinnar. „Hún gerist meira og minna öll fyrir vestan, á Vestfjörðum. Hún er tekin upp að stórum hluta á Suðureyri og þetta eru átta þættir, stórt verkefni. Þetta hefur fengið rífandi start og núna erum við að byrja að hita landann upp fyrir þessa sjóferð,“ segir Gísli. Í stiklunni má sjá að fjöldi þekktra íslenskra leikara hafa hlutverk í þáttunum, þar á meðal Benedikt Erlingsson, sem hefur undanfarin misseri einblínt á leikstjórn. Gísli Örn segir að þau hafi sérstaklega valið fólk sem þau hafi unnið með áður. Pælingin hafi verið sú hvernig þau, fólk sem þekkist vel, hefði unnið úr aðstæðunum í þáttunum og hvernig það væri hægt að yfirfæra á persónurnar. „Hvað ef við, þessi hópur, værum fyrir vestan 1983 og það kemur hugmynd um kvótakerfi? Hvernig hefðum við spilað úr því?“ spyr Gísli. Klippa: Verbúðin - stikla „Þannig að þetta er í raun dæmisaga og þar af leiðandi getur maður kannski skilið hvað það var sem gerðist þegar kvótakerfið var sett á. Ég held að mjög margir Íslendingar beri fyrir sig að þeir skilji þetta ekki og viti ekkert um kvótakerfið. Ég held að í þessari seríu, með því að sjá hvernig vinirnir fara í gegn um þetta, þá skilurðu þetta á mannamáli.“ En hvers vegna völdu þau að fjalla um þetta tímabil í íslenskri sögu? „Þetta er óður til tímabilsins, þegar við erum öll unglingar, það er mikið að gerast í íslenskri pólitík og annað á þessum tíma sem maður varð ekkert var við þá þannig að það er gaman að gera þessu tímabili skil,“ segir Gísli. „Í leiðinni áttar maður sig á því hvaða umpólanir eiga sér stað á þessum tíma og hvaða áhrif þær hafa á þetta fólk. Þetta er allt innblásið af sönnum sögum þannig að við erum að reyna að vera eins nálægt sannleikanum því sannleikurinn er jú oft ótrúlegri en skáldskapurinn. Og í raun miklu ótrúlegri. “
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dramatísk þáttaröð um kvótakerfið á Íslandi vann virtustu verðlaunin Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Verbúð, sem frumsýnd verður síðar á árinu, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á evrópsku verðlaunahátíðinni Series Mania sem fram fór í Lille í Frakklandi í gærkvöldi. 3. september 2021 08:36 Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Dramatísk þáttaröð um kvótakerfið á Íslandi vann virtustu verðlaunin Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Verbúð, sem frumsýnd verður síðar á árinu, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á evrópsku verðlaunahátíðinni Series Mania sem fram fór í Lille í Frakklandi í gærkvöldi. 3. september 2021 08:36
Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01