Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. desember 2021 19:03 Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn. Vísir/Vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. „Við náttúrulega hittum „rock bottom“ eftir síðasta leik og við erum búnir að vera að spila hræddir og skelkaðir í síðustu leikjum og sérstaklega á móti Víkingum þar sem okkar versti ótti rættist,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, eftir rússibanareiðina sem leikur ÍBV og HK var í dag. „Nú höfum við ekkert að óttast lengur og þetta var kannski bara gott. Við hefðum kannski átt að mæta Víking bara í þriðju umferð.“ „Það sem að ég er hryllilega ánægður með er að við ákváðum að gefa skít í allan varnarleik og við ákváðum það að sýna bara að við getum alveg spilað sókn og að við getum spilað hratt. Við lögðum allt okkar púður í sóknarleikinn fyrir þennan leik, verandi alveg sama um það hvað við myndum fá mörg mörk á okkur.“ „Auðvitað er ég ekkert sáttur við það að vera að fara úr þessari brjálæðislega góðu vörn yfir í það á fá 39 mörk á okkur, en það var ekki verkefni dagsins. Ég ætla samt að taka það skýrt fram að ÍBV leysti þessa vörn miklu betur en allir aðrir hafa gert í deildinni og það sýnir bara hversu frábær þjálfari Erlingur er.“ Eins og gefur að skilja var Sebastian ánægðu með sóknarleik sinna manna, og ítrekaði það að áherslan hafi verið lögð á hann á kostnað varnarinnar. „Við ákváðum það bara að hysja upp um okkur og sýna það að við gætum spilað sókn. Ég er sérstaklega ánægðu með það að við missum hérna tvo lykilmenn nánast á sömu mínútunni. Við fáum beint rautt spjald enn og aftur og svo meiðist einn eftir atvik sem ég þarf að skoða betur en líklega var það bara óheppni. Engu að síður var ég bara reiður og fúll að missa tvo menn og leikskipulagið farið út um gluggann. Það tók okkur tuttugu mínútur að ná áttum aftur og guði sé lof að hálfleikurinn kom.“ „Við gerðum smá breytingar í seinni hálfleik sem að varnarlega hjálpuðu ekki mikið, en þær hjálpuðu okkur hins vegar að vinna bolta og skora fleiri mörk. Menn voru bara virkilega flottir að þora að keyra og við uppskárum eftir því.“ HK-ingar voru að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, en Sebastian segir að strákarnir geti verið nokkuð svekktir með að taka ekki bæði stigin gegn ÍBV í dag. „Já, vissulega. Það kom smá skjálfti í okkur og tvær síðustu sóknirnar okkar enda á ruðningi. Hafsteinn Óli spilaði frábærlega í dag en gerði seg sekan um að gefa ekki niður í horn tvær sóknir í röð. Mér er alveg sama. Við komum hingað með eitt markmið, að spila sókn og skora mörk. Það tókst og við erum að búa til lið. Þetta er ferðalag.“ „Þetta hljómar kannski kjánalega en við viljum vinna öll þau stig sem við getum. Við erum enn harðir á því að halda okkur í deildinni, en okkar aðalmarkmið er að búa til lið sem verður gott og þetta var andlega séð hryllilega mikilvægur punktur að sýna það að við þorum.“ Eyjamenn náðu forystunni í fyrri hálfleik þegar HK-ingar misstu tvo menn af velli, en náðu ekki að hrista botnliðið af sér. Sebastian segir að sínir menn hafi spilað tvö leikkerfi allan leikinn og Eyjamenn hafi hreinlega ekki fundið lausnir við þeim. „Þeir spiluðu frábæran sóknarleik í dag og við áttum fá svör við öllu því sem þeir voru að gera og þeir eru með frábæra leikmenn í sókn. Það sem kemur út úr þessu er að við fórum inn í þennan leik með eitt leikkerfi á 6-0 og eitt leikkerfi á 5-1 og við spiluðum það samviskusamlega allan leikinn alveg sama hvað. Ég er rosalega stoltur af því og þeir fundu ekki lausnir á því. Ég efast ekki um að þeir naga sig í handabökin því það hefði örugglega verið auðvelt fyrir þá að leysa það.“ Að lokum var Sebastian spurður að því hvort að hann hafi oft lent í því að spila leiki sem enda með jafntefli þar sem bæði lið skora tæplega 40 mörk. Hann játaði því, en tók þó fram að það hafi frekar verið í yngri flokkum. „Já, en ekki í meistaraflokki samt. Ég man eftir leik sem fór 42-39 í 2. flokki, Selfoss-FH, frábær leikur. Það voru Aron Pálma, Ragnar Jóhannsson og allir þeir. Nokkrum dögum seinna spiluðum við aftur við þá og sá leikur fór 41-39. Þannig að ég hef tvisvar verið í þessari stöðu en ekki í meistaraflokki.“ „en auðvitað er varnarleikurinn eitthvað sem við þurfum að heimsækja aftur fyrir næsta leik. Við vorum orðnir þreyttir á því að vera liðið sem skoraði minnst og við vildum sýna öllum að við getum spilað sókn.“ „Ég er alveg á því að halda áfram að vinna bara með sóknarleikinn. Varnarleikurinn er þarna og hann kikkar inn aftur. Núna erum við rosalega fókuseraðir á að skora meira en andstæðingurinn,“ sagði Sebastian að lokum. HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - HK 39-39 | Botnliðið sótti fyrsta stigið í ótrúlegum markaleik HK-ingar sóttu sitt fyrsta stig á tímabilinu með því að skora 39 mörk gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þessi fjöldi marka ætti að duga til sigurs í langflestum handboltaleikjum, en heimamenn skoruðu einnig 39 og því varð jafntefli niðurstaðan. 4. desember 2021 17:36 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
„Við náttúrulega hittum „rock bottom“ eftir síðasta leik og við erum búnir að vera að spila hræddir og skelkaðir í síðustu leikjum og sérstaklega á móti Víkingum þar sem okkar versti ótti rættist,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, eftir rússibanareiðina sem leikur ÍBV og HK var í dag. „Nú höfum við ekkert að óttast lengur og þetta var kannski bara gott. Við hefðum kannski átt að mæta Víking bara í þriðju umferð.“ „Það sem að ég er hryllilega ánægður með er að við ákváðum að gefa skít í allan varnarleik og við ákváðum það að sýna bara að við getum alveg spilað sókn og að við getum spilað hratt. Við lögðum allt okkar púður í sóknarleikinn fyrir þennan leik, verandi alveg sama um það hvað við myndum fá mörg mörk á okkur.“ „Auðvitað er ég ekkert sáttur við það að vera að fara úr þessari brjálæðislega góðu vörn yfir í það á fá 39 mörk á okkur, en það var ekki verkefni dagsins. Ég ætla samt að taka það skýrt fram að ÍBV leysti þessa vörn miklu betur en allir aðrir hafa gert í deildinni og það sýnir bara hversu frábær þjálfari Erlingur er.“ Eins og gefur að skilja var Sebastian ánægðu með sóknarleik sinna manna, og ítrekaði það að áherslan hafi verið lögð á hann á kostnað varnarinnar. „Við ákváðum það bara að hysja upp um okkur og sýna það að við gætum spilað sókn. Ég er sérstaklega ánægðu með það að við missum hérna tvo lykilmenn nánast á sömu mínútunni. Við fáum beint rautt spjald enn og aftur og svo meiðist einn eftir atvik sem ég þarf að skoða betur en líklega var það bara óheppni. Engu að síður var ég bara reiður og fúll að missa tvo menn og leikskipulagið farið út um gluggann. Það tók okkur tuttugu mínútur að ná áttum aftur og guði sé lof að hálfleikurinn kom.“ „Við gerðum smá breytingar í seinni hálfleik sem að varnarlega hjálpuðu ekki mikið, en þær hjálpuðu okkur hins vegar að vinna bolta og skora fleiri mörk. Menn voru bara virkilega flottir að þora að keyra og við uppskárum eftir því.“ HK-ingar voru að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, en Sebastian segir að strákarnir geti verið nokkuð svekktir með að taka ekki bæði stigin gegn ÍBV í dag. „Já, vissulega. Það kom smá skjálfti í okkur og tvær síðustu sóknirnar okkar enda á ruðningi. Hafsteinn Óli spilaði frábærlega í dag en gerði seg sekan um að gefa ekki niður í horn tvær sóknir í röð. Mér er alveg sama. Við komum hingað með eitt markmið, að spila sókn og skora mörk. Það tókst og við erum að búa til lið. Þetta er ferðalag.“ „Þetta hljómar kannski kjánalega en við viljum vinna öll þau stig sem við getum. Við erum enn harðir á því að halda okkur í deildinni, en okkar aðalmarkmið er að búa til lið sem verður gott og þetta var andlega séð hryllilega mikilvægur punktur að sýna það að við þorum.“ Eyjamenn náðu forystunni í fyrri hálfleik þegar HK-ingar misstu tvo menn af velli, en náðu ekki að hrista botnliðið af sér. Sebastian segir að sínir menn hafi spilað tvö leikkerfi allan leikinn og Eyjamenn hafi hreinlega ekki fundið lausnir við þeim. „Þeir spiluðu frábæran sóknarleik í dag og við áttum fá svör við öllu því sem þeir voru að gera og þeir eru með frábæra leikmenn í sókn. Það sem kemur út úr þessu er að við fórum inn í þennan leik með eitt leikkerfi á 6-0 og eitt leikkerfi á 5-1 og við spiluðum það samviskusamlega allan leikinn alveg sama hvað. Ég er rosalega stoltur af því og þeir fundu ekki lausnir á því. Ég efast ekki um að þeir naga sig í handabökin því það hefði örugglega verið auðvelt fyrir þá að leysa það.“ Að lokum var Sebastian spurður að því hvort að hann hafi oft lent í því að spila leiki sem enda með jafntefli þar sem bæði lið skora tæplega 40 mörk. Hann játaði því, en tók þó fram að það hafi frekar verið í yngri flokkum. „Já, en ekki í meistaraflokki samt. Ég man eftir leik sem fór 42-39 í 2. flokki, Selfoss-FH, frábær leikur. Það voru Aron Pálma, Ragnar Jóhannsson og allir þeir. Nokkrum dögum seinna spiluðum við aftur við þá og sá leikur fór 41-39. Þannig að ég hef tvisvar verið í þessari stöðu en ekki í meistaraflokki.“ „en auðvitað er varnarleikurinn eitthvað sem við þurfum að heimsækja aftur fyrir næsta leik. Við vorum orðnir þreyttir á því að vera liðið sem skoraði minnst og við vildum sýna öllum að við getum spilað sókn.“ „Ég er alveg á því að halda áfram að vinna bara með sóknarleikinn. Varnarleikurinn er þarna og hann kikkar inn aftur. Núna erum við rosalega fókuseraðir á að skora meira en andstæðingurinn,“ sagði Sebastian að lokum.
HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - HK 39-39 | Botnliðið sótti fyrsta stigið í ótrúlegum markaleik HK-ingar sóttu sitt fyrsta stig á tímabilinu með því að skora 39 mörk gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þessi fjöldi marka ætti að duga til sigurs í langflestum handboltaleikjum, en heimamenn skoruðu einnig 39 og því varð jafntefli niðurstaðan. 4. desember 2021 17:36 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - HK 39-39 | Botnliðið sótti fyrsta stigið í ótrúlegum markaleik HK-ingar sóttu sitt fyrsta stig á tímabilinu með því að skora 39 mörk gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þessi fjöldi marka ætti að duga til sigurs í langflestum handboltaleikjum, en heimamenn skoruðu einnig 39 og því varð jafntefli niðurstaðan. 4. desember 2021 17:36