Viljum vera ofar í töflunni Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. desember 2021 20:30 Jónatan Magnússon biðlar til dómara um að leyfa liði sínu að fara ofar í töflunni. Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA var að vonum ánæðgur með sína menn eftir tveggja marka sigur á Gróttu í KA heimilinu í kvöld. Lokatölur 31-29. „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við mætum hérna sjóðandi heitu Gróttu liði, þeir með mikið sjálfstraust en við að leita að okkar. Gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik,“ sagði Jónatan eftir leik. „Við byrjum leikinn frábærlega. Ég var mjög ánægður hvernig við komum inn í leikinn, varnaleikurinn var mjög góður. Við hefðum mögulega geta verið með betri stöðu í hálfleik ef við hefðum geta haldið aðeins út en það kom smá hik hjá okkur. Skrítið að vera ekki með fleiri mörk í hálfleiknum en svo var þetta bara stál í stál í seinni hálfleik.“ KA leiddi allan leikinn og komst mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik, 9-2. „Við vissum fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur hér í dag. Það munaði samt litlu að við hefðum geta keyrt alveg yfir þá en fyrst að það gekk ekki þá kom mjög gott áhlaup frá þeim. Heilt yfir var frammistaðan nóg til að vinna, mér fannst við eiga sigurinn skilið og örugglega erfitt fyrir Gróttu að koma hingað. Enn og aftur eru frábær stemmning á leikjum hjá okkur þrátt fyrir allt ruglið sem er í gangi í samfélaginu. Mér finnst að það ætti að vera fyrirsögnin á þessu, hversu vel áhorfendur létu sjá sig og studdu okkur, frábær stemmning.“ KA hefur náð í þrjá sigra í deildinni og hefur gengið verið brösulegt, liðið er í 10 sæti. „Það er gott að vinna, við spiluðum að mörgi leiti góðan leik á móti Haukum heima síðast en fáum ekkert út úr honum. Spilum svo ágætsleik á móti Selfoss í síðustu umferð en það var sama niðurstaða þess vegna er svo gott að fá þessi 2 stig því frammistaðan var góð, gott að fá sigurtilfinninguna.“ Þrátt fyrir nokkuð af töpuðum boltum í leiknum kom það ekki að sök. „Við erum með of margaða tapaða bolta í leik, stundum erum við ekki einu sinni undir pressu. Grótta er að spila mjög góða vörn og eru að setja lið í mjög erfiðar stöður og nokkrir af töpuðu boltunum í dag er út af því. Það er búið að vera mikið af áhyggjuefnum hjá okkur en í dag hef ég hins vegar engar áhyggjur. Í dag er ég bara ánægður að hafa unnið, búið að vera erfið vika og því er ég mjög stoltur af mínum mönnum að hafa klárað þetta í kvöld.“ Heimir Örn Árnason var kynntur inn í þjálfarateymi KA í vikunni en hann er uppalin í KA. „Hann kemur inn í þjálfarateymið til að styrkja það. Heimir hefur gríðarlega reynslu og mikla rödd og það gefur augaleið að hann kemur inn til að létta undir álagið á mér og Sverre. Ég er mjög ánægður með það. KA er stórt félag og við viljum vera ofar í deildinni heldur en við höfum verið. Þetta er ein leið í því.“ Framundan er leikur á móti HK í KA heimilinu næstkomandi föstudag. „Fyrir þennan leik lagðist það vel í mig en það leggst ennþá betur í mig núna. Basti er með ungt lið sem náði í stig í síðasta leik, þeir eins og Grótta koma með sjálfstraust inn í þann leik og við verðum að búa okkur undir það. Þetta er lið sem er að leita að sínum fyrsta sigri og við búum okkur vel undir þann leik. Við hlökkum til að fara að spila, hörku æfingarvika framundan,“ sagði Jónatan að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KA Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við mætum hérna sjóðandi heitu Gróttu liði, þeir með mikið sjálfstraust en við að leita að okkar. Gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik,“ sagði Jónatan eftir leik. „Við byrjum leikinn frábærlega. Ég var mjög ánægður hvernig við komum inn í leikinn, varnaleikurinn var mjög góður. Við hefðum mögulega geta verið með betri stöðu í hálfleik ef við hefðum geta haldið aðeins út en það kom smá hik hjá okkur. Skrítið að vera ekki með fleiri mörk í hálfleiknum en svo var þetta bara stál í stál í seinni hálfleik.“ KA leiddi allan leikinn og komst mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik, 9-2. „Við vissum fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur hér í dag. Það munaði samt litlu að við hefðum geta keyrt alveg yfir þá en fyrst að það gekk ekki þá kom mjög gott áhlaup frá þeim. Heilt yfir var frammistaðan nóg til að vinna, mér fannst við eiga sigurinn skilið og örugglega erfitt fyrir Gróttu að koma hingað. Enn og aftur eru frábær stemmning á leikjum hjá okkur þrátt fyrir allt ruglið sem er í gangi í samfélaginu. Mér finnst að það ætti að vera fyrirsögnin á þessu, hversu vel áhorfendur létu sjá sig og studdu okkur, frábær stemmning.“ KA hefur náð í þrjá sigra í deildinni og hefur gengið verið brösulegt, liðið er í 10 sæti. „Það er gott að vinna, við spiluðum að mörgi leiti góðan leik á móti Haukum heima síðast en fáum ekkert út úr honum. Spilum svo ágætsleik á móti Selfoss í síðustu umferð en það var sama niðurstaða þess vegna er svo gott að fá þessi 2 stig því frammistaðan var góð, gott að fá sigurtilfinninguna.“ Þrátt fyrir nokkuð af töpuðum boltum í leiknum kom það ekki að sök. „Við erum með of margaða tapaða bolta í leik, stundum erum við ekki einu sinni undir pressu. Grótta er að spila mjög góða vörn og eru að setja lið í mjög erfiðar stöður og nokkrir af töpuðu boltunum í dag er út af því. Það er búið að vera mikið af áhyggjuefnum hjá okkur en í dag hef ég hins vegar engar áhyggjur. Í dag er ég bara ánægður að hafa unnið, búið að vera erfið vika og því er ég mjög stoltur af mínum mönnum að hafa klárað þetta í kvöld.“ Heimir Örn Árnason var kynntur inn í þjálfarateymi KA í vikunni en hann er uppalin í KA. „Hann kemur inn í þjálfarateymið til að styrkja það. Heimir hefur gríðarlega reynslu og mikla rödd og það gefur augaleið að hann kemur inn til að létta undir álagið á mér og Sverre. Ég er mjög ánægður með það. KA er stórt félag og við viljum vera ofar í deildinni heldur en við höfum verið. Þetta er ein leið í því.“ Framundan er leikur á móti HK í KA heimilinu næstkomandi föstudag. „Fyrir þennan leik lagðist það vel í mig en það leggst ennþá betur í mig núna. Basti er með ungt lið sem náði í stig í síðasta leik, þeir eins og Grótta koma með sjálfstraust inn í þann leik og við verðum að búa okkur undir það. Þetta er lið sem er að leita að sínum fyrsta sigri og við búum okkur vel undir þann leik. Við hlökkum til að fara að spila, hörku æfingarvika framundan,“ sagði Jónatan að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KA Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira