Yngsta íslenska konan til að fara upp með hundrað kíló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 11:30 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir verður ekki sautján ára fyrr um mitt næsta ar en hún er þegar farin að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Instagram/@ulfhildurarna Úlfhildur Arna Unnarsdóttir setti bæði íslensk og sænsk met þegar hún varð sænskur unglingameistari í ólympískum lyftingum um helgina. Úlfhildur Arna setti ekki aðeins Íslandsmet á mótinu heldur varð hún yngsta íslenska konan til að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Úlfhildur Arna er aðeins sextán ára gömul síðan í júní en hún hefur aðsetur í Gautaborg. Móðir hennar er Helga Hlín Hákonardóttir, hæstaréttarlögmaður, sem varð Evrópumeistari í -59 kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Það er ljóst að eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá þeim mæðgum. Úlfhildur Arna var farin að bæta metin í fyrra og heldur áfram að bæta sig hratt. Unglingameistaramót Svíþjóðar í ólympískum lyftingum var kjörinn vettvangur fyrir hina ungu Úlfhildi til að sýna sig enn og sanna. Úlfhildur lyfti mest 85 kílóum í snörun og 100 kílóum í jafnhendingu. Hún var því með 185 kíló í samanlögðu. Þetta voru allt ný íslensk met en þá var snörunin og samanlagða þyngdin líka sænskt met. Þetta hefur verið magnaður vetur fyrir Úlfhildi því hún varð bæði Norðurlandameistari og íslenskum meistari á dögunum og þá náði hún einnig níunda sæti á heimsmeistaramóti ungmenna sautján ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Á öllum þessum mótum hefur Úlfhildur verið að bæta sig. Á heimsmeistaramótinu setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 81 kílóum og var þá aðeins einu kílói frá metinu í jafnhendingu sem þá var 97 kíló. Þetta var hins vegar Íslandsmet í samanlögðu. Á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum setti hún Íslandsmet í öllum þremur hlutunum, lyfti 82 kílóum í snörun, 98 kílóum í jafnhendingu og 180 kílóum í samanlögðu. Á Norðurlandamótinu á dögunum þá setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 83 kílóum og jafnaði met sitt í jafnhendingu með því að lyfta 98 kílóum. Hún kórónaði síðan magnaða frammistöðu sína á síðustu misserum með því að setja öll þessi met um helgina. Frá því á heimsmeistaramótinu í október hefur hún því bætt sig um fimm kíló í snörun og um átta kíló í jafnhendingu. Það þýðir jafnframt bætinu upp á þrettán kíló í samanlögðu. Lyftingar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira
Úlfhildur Arna setti ekki aðeins Íslandsmet á mótinu heldur varð hún yngsta íslenska konan til að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Úlfhildur Arna er aðeins sextán ára gömul síðan í júní en hún hefur aðsetur í Gautaborg. Móðir hennar er Helga Hlín Hákonardóttir, hæstaréttarlögmaður, sem varð Evrópumeistari í -59 kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Það er ljóst að eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá þeim mæðgum. Úlfhildur Arna var farin að bæta metin í fyrra og heldur áfram að bæta sig hratt. Unglingameistaramót Svíþjóðar í ólympískum lyftingum var kjörinn vettvangur fyrir hina ungu Úlfhildi til að sýna sig enn og sanna. Úlfhildur lyfti mest 85 kílóum í snörun og 100 kílóum í jafnhendingu. Hún var því með 185 kíló í samanlögðu. Þetta voru allt ný íslensk met en þá var snörunin og samanlagða þyngdin líka sænskt met. Þetta hefur verið magnaður vetur fyrir Úlfhildi því hún varð bæði Norðurlandameistari og íslenskum meistari á dögunum og þá náði hún einnig níunda sæti á heimsmeistaramóti ungmenna sautján ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Á öllum þessum mótum hefur Úlfhildur verið að bæta sig. Á heimsmeistaramótinu setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 81 kílóum og var þá aðeins einu kílói frá metinu í jafnhendingu sem þá var 97 kíló. Þetta var hins vegar Íslandsmet í samanlögðu. Á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum setti hún Íslandsmet í öllum þremur hlutunum, lyfti 82 kílóum í snörun, 98 kílóum í jafnhendingu og 180 kílóum í samanlögðu. Á Norðurlandamótinu á dögunum þá setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 83 kílóum og jafnaði met sitt í jafnhendingu með því að lyfta 98 kílóum. Hún kórónaði síðan magnaða frammistöðu sína á síðustu misserum með því að setja öll þessi met um helgina. Frá því á heimsmeistaramótinu í október hefur hún því bætt sig um fimm kíló í snörun og um átta kíló í jafnhendingu. Það þýðir jafnframt bætinu upp á þrettán kíló í samanlögðu.
Lyftingar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira