Niðurskurður á mannréttindum fatlaðs fólks Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 10. desember 2021 18:00 Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun