Rakel Dögg: Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 12:00 Rakel Dögg Bragadóttir sést hér koma skilaboðum til skila til sinna leikmanna í Stjörnuliðinu. Vísir/Vilhelm Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar í Olís deild kvenna í handbolta, var í viðtali í jólaþætti Seinni bylgjunnar og ræddi meðal þá staðreynd að hún sé eina konan sem þjálfar í kvennadeildinni á þessu tímabili. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Rakel Dögg á heimili hennar þar sem Rakel umkringd börnunum sínum og fjölskyldu. Hún spurði Rakel út í væntingar liðsins og gengið í vetur en líka út í það af hverju það eru ekki fleiri konur að þjálfa í deildinni. Skjámynd „Er það bara ekki þessi gamla mýta að konurnar hafi í gegnum tíðina verið meira að hugsa um fjölskylduna. Þetta er ófjölskylduvænt sport. Mig langar ótrúlega mikið að sjá þróunina öðruvísi,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég held líka að þetta byrji bara hjá okkur í yngri flokkum. Það þarf að draga stelpurnar meira inn þar í þjálfun og í sjálfboðastarf frá því þær eru í þriðja flokki eða fjórða flokki. Að fá þær meira inn í starfið og gera þetta meira „normalt“ heldur en það er,“ sagði Rakel Dögg. „Það síðasta sem við viljum er að missa eina kvenþjálfarann úr deildinni. Þú ert eini kvenþjálfarinn í deildinni. Hugsar þú ekki stundum: Af hverju er ég að þessu,“ spurði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við og umræða um Rakel Dögg „Það beinist ekki að því hvort ég sé kvenmaður eða ekki. Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt. Það er ekkert eðlilegt hvað maður tekur þetta inn á sig, að vera keppnismaður og fyrrverandi leikmaður. Að klippa leiki sem ég veit að enda illa á móti því að klippa leik sem ég veit að við unnum. Þetta er bara tvennt ólíkt og svo þessi tilfinningarússibani sem fylgir því að vera þjálfari,“ sagði Rakel Dögg. „Þá koma mómentin sem ég hugsa: Hvað í fjandanum er ég að gera? Svo um leið og maður mætir inn á gólf, hittir þessar stelpur og er með hóp sem er til í að gefa allt í þetta, þá breytist það. Þegar maður uppsker fyrir tímann sem maður setur í þetta og spilar góðan leik eða það heppnast hlutir sem maður er búinn að leggja mikið á sig til að ná. Það eru mómentin sem gefa til baka og þá er þetta besta starf í heimi,“ sagði Rakel Dögg. Það má heyra brot úr viðtalinu við hana hér fyrir ofan en allt viðtalið verður síðan í Seinni bylgjan extra á næstunni. Hér má sjá líka sérfræðinga Seinni bylgjunnar tala um Rakel og hversu frábær fyrirmynd hún er. Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Rakel Dögg á heimili hennar þar sem Rakel umkringd börnunum sínum og fjölskyldu. Hún spurði Rakel út í væntingar liðsins og gengið í vetur en líka út í það af hverju það eru ekki fleiri konur að þjálfa í deildinni. Skjámynd „Er það bara ekki þessi gamla mýta að konurnar hafi í gegnum tíðina verið meira að hugsa um fjölskylduna. Þetta er ófjölskylduvænt sport. Mig langar ótrúlega mikið að sjá þróunina öðruvísi,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég held líka að þetta byrji bara hjá okkur í yngri flokkum. Það þarf að draga stelpurnar meira inn þar í þjálfun og í sjálfboðastarf frá því þær eru í þriðja flokki eða fjórða flokki. Að fá þær meira inn í starfið og gera þetta meira „normalt“ heldur en það er,“ sagði Rakel Dögg. „Það síðasta sem við viljum er að missa eina kvenþjálfarann úr deildinni. Þú ert eini kvenþjálfarinn í deildinni. Hugsar þú ekki stundum: Af hverju er ég að þessu,“ spurði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við og umræða um Rakel Dögg „Það beinist ekki að því hvort ég sé kvenmaður eða ekki. Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt. Það er ekkert eðlilegt hvað maður tekur þetta inn á sig, að vera keppnismaður og fyrrverandi leikmaður. Að klippa leiki sem ég veit að enda illa á móti því að klippa leik sem ég veit að við unnum. Þetta er bara tvennt ólíkt og svo þessi tilfinningarússibani sem fylgir því að vera þjálfari,“ sagði Rakel Dögg. „Þá koma mómentin sem ég hugsa: Hvað í fjandanum er ég að gera? Svo um leið og maður mætir inn á gólf, hittir þessar stelpur og er með hóp sem er til í að gefa allt í þetta, þá breytist það. Þegar maður uppsker fyrir tímann sem maður setur í þetta og spilar góðan leik eða það heppnast hlutir sem maður er búinn að leggja mikið á sig til að ná. Það eru mómentin sem gefa til baka og þá er þetta besta starf í heimi,“ sagði Rakel Dögg. Það má heyra brot úr viðtalinu við hana hér fyrir ofan en allt viðtalið verður síðan í Seinni bylgjan extra á næstunni. Hér má sjá líka sérfræðinga Seinni bylgjunnar tala um Rakel og hversu frábær fyrirmynd hún er.
Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira