Lögregla skoðar valkröfur frá meintu góðgerðafélagi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. desember 2021 14:03 Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka um helgina. Félagasamtök sem gefa sig út fyrir að vera góðgerðafélag fyrir heimilislausa sendu valkröfur í heimabanka hjá fjölda manns um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er meðvituð um málið og segir það til skoðunar hjá sér. Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira