Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 10:00 Lee Sharpe vann nokkra titla með Manchester United og lék með enska landsliðinu áður en ferill hans fjaraði út. stöð 2 sport/getty/john peters Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. Mikla athygli vakti þegar þessi fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Klippa: Foringjarnir - Jónas Þórhallsson um Lee Sharpe Sharpe hafði það orð á sér að vera skemmtanaglaður og kunna að lifa ljúfa lífinu. „Ég var búinn að heyra af því. Ég kynnti mér bakgrunninn hans og hafði samband við mann sem bjó í Manchester og hann sagði að það væri svolítið líferni á honum,“ sagði Jónas sem minntist þess að Sharpe hafi skrallað á Sjómannadaginn. „Það var eitt atvik á Sjómannahelginni þegar þeir duttu í það, eitthvað smá partí. Það varð frétt um allt. En þetta var of stórt fyrir okkur. Við vorum ekki tilbúnir í þetta á þessum tíma.“ Sharpe varð þrisvar sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með United og þá vann hann Evrópukeppni bikarhafa með liðinu 1991. Hann var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á Englandi tímabilið 1990-91. Foringjarnir UMF Grindavík Grindavík Tengdar fréttir Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. 13. desember 2021 08:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar þessi fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Klippa: Foringjarnir - Jónas Þórhallsson um Lee Sharpe Sharpe hafði það orð á sér að vera skemmtanaglaður og kunna að lifa ljúfa lífinu. „Ég var búinn að heyra af því. Ég kynnti mér bakgrunninn hans og hafði samband við mann sem bjó í Manchester og hann sagði að það væri svolítið líferni á honum,“ sagði Jónas sem minntist þess að Sharpe hafi skrallað á Sjómannadaginn. „Það var eitt atvik á Sjómannahelginni þegar þeir duttu í það, eitthvað smá partí. Það varð frétt um allt. En þetta var of stórt fyrir okkur. Við vorum ekki tilbúnir í þetta á þessum tíma.“ Sharpe varð þrisvar sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með United og þá vann hann Evrópukeppni bikarhafa með liðinu 1991. Hann var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á Englandi tímabilið 1990-91.
Foringjarnir UMF Grindavík Grindavík Tengdar fréttir Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. 13. desember 2021 08:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. 13. desember 2021 08:00