Virkt eftirlit er grundvöllur verðmætasköpunnar Ögmundur Knútsson skrifar 15. desember 2021 07:30 Vaxandi umhverfisvitund almennings og auknar kröfur neytenda um að fiskveiðum sé stjórnað með sjálfbærni að leiðarljósi hefur skapað íslenskum sjávarútvegi gott orðspor og samkeppnisforskot. Þetta byggir meðal annars á trausti þess að hér séu vísindalegar nálganir notaðar við stjórn fiskveiða, ábyrg nýting fiskistofna og umgengni við hafið í hávegum höfð. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi auk þess Fiskistofu, sem hefur það hlutverk að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar, árið 2018 vegna veikburða og ómarkviss eftirlits. Það kemur íslenskum sjávarútvegi ekki til góða að sú saga nái fótfestu að á Íslandi sé óvirkt fiskveiðieftirlit heldur grefur það undan trúverðugleikanum sem byggst hefur upp. Fiskistofa hefur þegar brugðist við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunnar. Meðal annars hefur stofnunin fjárfest í drónum og var eftirlit með þeim hafi í upphafi þessa árs. Áður en drónar voru teknir í notkun var fjöldi brottkastmála hjá Fiskistofu í kringum 10 mál á ári. Í lok nóvember árið 2021 var fjöldi mála kominn í 142. Það er ljóst að tíðni brottkasts segir ekki allt um magnið sem er hent en ljóst er að tegunda- og lengdarháð brottkast er mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum. Mikilvægt er að farið verði í átaksverkefni til að áætla brottkastið á Íslandsmiðum og þróuð verði aðferðafræði til að nota gögn frá drónum sem og mælingum gerðum af eftirlitsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur þegar óskað eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæsluna um slíkt verkefni. Samhliða mælingum á brottkast er mikilvægt að farið verði í fræðilega skoðun á hvernig úrræði í fiskveiðistjórnunarkerfinu eru nýtt til að koma í veg fyrir brottkast og hvort styrkja þurfi þau úrræði. Hendum ekki verðmætum og orðsporinu um leið Mikil verðmæti felast í þeim fiski sem er hent við veiðar og ljóst að hægt er að auka verðmætasköpun mikið ef öllum fiski verði landað eins og lög segja til um. Mikilvægt er greinin komi sér upp verklagi og gæðakerfum sem tryggja skaðlausa hegðun. Skilvirkt eftirlit er mikilvægt fyrir greinina í heild sinni til tryggja gott orðspor og samkeppnishæfni hennar. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi á heimsvísu í tækniþróun og mikilvægt að eftirlit verði það einnig þannig að litið verði til Íslands sem fyrirmynd í umgengni um auðlindina á heimsvísu. Slíkt er hægt með sameiginlegu átaki allra sem að greininni koma og mikilvægt fyrir orðspor íslensks sjávarafurða. Sé það ekki gert grefur það undan vísindalegri nálgun því hún byggir þá ekki lengur á réttum tölum, það grefur svo undan lífríkinu og orðsporinu og þar með sjávarútveginum í heild. Lagaumhverfi Fiskistofu þarf að styrkja til að hægt verði að þróa eftirlitið í takt við þróun tæknibreytinga þar sem horft er á sjálfvirknivæðingar eftirlitsins og ábyrgðar greinarinnar við að sýna fram skaðlausa hegðun. Gott regluumhverfi og eftirlit er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög til að ná fram góðum lífskjörum og almennt séð gera umhverfið þannig úr garði að það sé góður staður til að lifa, starfa og eiga viðskipti í. Skilvirkar og vandaðar eftirlitsstofnanir spila þar lykilhlutverk, en þeim er á sama tíma ætlað að stuðla að framþróun, nýsköpun, aukinni framleiðni og hagvexti. Höfundur er Fiskistofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Vaxandi umhverfisvitund almennings og auknar kröfur neytenda um að fiskveiðum sé stjórnað með sjálfbærni að leiðarljósi hefur skapað íslenskum sjávarútvegi gott orðspor og samkeppnisforskot. Þetta byggir meðal annars á trausti þess að hér séu vísindalegar nálganir notaðar við stjórn fiskveiða, ábyrg nýting fiskistofna og umgengni við hafið í hávegum höfð. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi auk þess Fiskistofu, sem hefur það hlutverk að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar, árið 2018 vegna veikburða og ómarkviss eftirlits. Það kemur íslenskum sjávarútvegi ekki til góða að sú saga nái fótfestu að á Íslandi sé óvirkt fiskveiðieftirlit heldur grefur það undan trúverðugleikanum sem byggst hefur upp. Fiskistofa hefur þegar brugðist við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunnar. Meðal annars hefur stofnunin fjárfest í drónum og var eftirlit með þeim hafi í upphafi þessa árs. Áður en drónar voru teknir í notkun var fjöldi brottkastmála hjá Fiskistofu í kringum 10 mál á ári. Í lok nóvember árið 2021 var fjöldi mála kominn í 142. Það er ljóst að tíðni brottkasts segir ekki allt um magnið sem er hent en ljóst er að tegunda- og lengdarháð brottkast er mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum. Mikilvægt er að farið verði í átaksverkefni til að áætla brottkastið á Íslandsmiðum og þróuð verði aðferðafræði til að nota gögn frá drónum sem og mælingum gerðum af eftirlitsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur þegar óskað eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæsluna um slíkt verkefni. Samhliða mælingum á brottkast er mikilvægt að farið verði í fræðilega skoðun á hvernig úrræði í fiskveiðistjórnunarkerfinu eru nýtt til að koma í veg fyrir brottkast og hvort styrkja þurfi þau úrræði. Hendum ekki verðmætum og orðsporinu um leið Mikil verðmæti felast í þeim fiski sem er hent við veiðar og ljóst að hægt er að auka verðmætasköpun mikið ef öllum fiski verði landað eins og lög segja til um. Mikilvægt er greinin komi sér upp verklagi og gæðakerfum sem tryggja skaðlausa hegðun. Skilvirkt eftirlit er mikilvægt fyrir greinina í heild sinni til tryggja gott orðspor og samkeppnishæfni hennar. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi á heimsvísu í tækniþróun og mikilvægt að eftirlit verði það einnig þannig að litið verði til Íslands sem fyrirmynd í umgengni um auðlindina á heimsvísu. Slíkt er hægt með sameiginlegu átaki allra sem að greininni koma og mikilvægt fyrir orðspor íslensks sjávarafurða. Sé það ekki gert grefur það undan vísindalegri nálgun því hún byggir þá ekki lengur á réttum tölum, það grefur svo undan lífríkinu og orðsporinu og þar með sjávarútveginum í heild. Lagaumhverfi Fiskistofu þarf að styrkja til að hægt verði að þróa eftirlitið í takt við þróun tæknibreytinga þar sem horft er á sjálfvirknivæðingar eftirlitsins og ábyrgðar greinarinnar við að sýna fram skaðlausa hegðun. Gott regluumhverfi og eftirlit er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög til að ná fram góðum lífskjörum og almennt séð gera umhverfið þannig úr garði að það sé góður staður til að lifa, starfa og eiga viðskipti í. Skilvirkar og vandaðar eftirlitsstofnanir spila þar lykilhlutverk, en þeim er á sama tíma ætlað að stuðla að framþróun, nýsköpun, aukinni framleiðni og hagvexti. Höfundur er Fiskistofustjóri.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun