Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 20:50 Hér má sjá Chris Noth í hlutverki Mr. Big í nýrri seríu Beðmáls í borginni, sem heitir And Just Like That. HBO Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. Konurnar tvær höfðu samband við Hollywood Reporter til að greina frá meintum nauðgunum. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter þekkjast konurnar ekki og höfðu þær samband við blaðið hvor í sínu lagi. Kveikjan hjá þeim báðum hafi þó verið nýja serían af hinum sívinsælu þáttum, Beðmáli í borginni eða Sex and the City, sem er í sýningu núna. Báðar eru þær sagðar lýsa svipuðum aðstæðum og gjörðum Noth þegar meintar nauðganir áttu sér stað. Þær hafi þá átt sér stað með meira en áratugs millibili. „Ég braut ekki á þessum konum“ Noth segir í yfirlýsingu við Hollywood Reporter að þessar ásakanir séu ósannar. Hann hafi aldrei veist að konum. „Þessar sögur hefðu getað verið frá þrjátíu árum eða þrjátíu dögum - nei þýðir alltaf nei - það er lína sem ég steig aldrei yfir,“ segir Noth í yfirlýsingunni. „Þessi samskipti fóru fram með samþykki beggja. Það er erfitt að velta ekki fyrir sér tímasetningu þessara frásagna. Ég veit ekki hvers vegna þær stíga fram núna en ég veit þetta: Ég braut ekki á þessum konum.“ Segir Noth hafa hlegið að sér þegar hún bað hann að nota smokk Varað er við því að lýsingar hér að neðan eru nokkuð grófar. Konurnar tvær koma ekki fram undir nafni en eru kallaðar Zoe og Lily í frétt Hollywood Reporter. Báðar segjast þær hafa kynnst Noth þegar þær voru nýskriðnar yfir tvítugt. Zoe, sem vinnur enn í skemmtanabransanum, segist hafa kynnst Noth þegar hún byrjaði að vinna í skemmtanabransanum árið 2004. Hún segir að eftir að hafa nokkrum sinnum daðrað á vinnustaðnum hafi hann boðið henni að koma til sín í heimsókn til að nota sundlaug, sem var í íbúðakjarnanum sem hann bjó í. Zoe er nú fertug og segir leikarann hafa lokkað sig inn í íbúðina hans undir því yfirskyni að hann vildi sýna henni bók sem hann væri að lesa. Hann hafi síðan kysst hana og stundað við hana mök að aftan, á meðan hann þrýsti henni upp að spegli. „Þetta var mjög vont og ég öskraði á hann að stoppa,“ segir Zoe. „Og hann gerði það ekki. Þá sagði ég: „gætirðu allavega notað smokk“ og hann hló að mér.“ Zoe segir að með aðstoð vinar síns hafi hún leitað læknisaðstoðar eftir atvikið. Hún hafi þurft sauma eftir árásina. Lögregla hafi verið kölluð til en hún hafi ekki þorað að segja að Noth væri árásarmaðurinn af ótta við að henni yrði refsað í vinnunni eða ekki trúað. Hollywood Reporter gerði tilraun til að staðfesta læknisheimsóknina en sjúkrahúsið sem hún leitaði á geymir ekki gögn svo langt aftur í tímann. Þrýsti þeim báðum upp að spegli á meðan á árásunum stóð Konan sem kölluð er Lily í greininni er nú 31 árs gömul og segist hafa hitt Noth árið 2015 þegar hún var 25 ára og hann sextugur. Þau hafi hist á lokuðu svæði á næturklúbbnum No.8 í New York, sem nú hefur verið lokað, en hún vann þar sem þjónn. Lily starfar nú í blaðamennsku en hún segir Noth hafa boðið sér út að borða og hún þegið boðið vegna aðdáunar hennar á þáttunum Beðmál í borginni. Hún segist hafa farið heim með Noth í þeirri trú að þau ætluðu að drekka saman viskí og ræða framtíðarstarfsmöguleika hennar. Noth hafi þá kysst hana og þrýst lim sínum í munninn á henni. Þá hafi hann stundað við hana mök á meðan hann þrýsti henni upp að spegli. „Ég grét á meðan.“ And Just Like That veki upp gamlar minningar Fram kemur að Hollywood Reporter hafi fengið að skoða skilaboð sem Noth og Lily sendu sín á milli eftir atvikið, í mars og apríl 2015. Noth hafi meðal annars sent henni: „Ég verð að spyrja þig hvort þú naust næturinnar okkar í síðustu viku. Mér fannst þetta skemmtilegt en var ekki viss hvernig þér liði.“ Lily hafi þá svarað: „Hmm... Ég naut nærveru þinnar (e. your company). Skemmtilegt samtal. Vil ekki fara út í smáatriði í sms-skilaboðum en mér líður eins og ég hafi verið notuð... Kannski ættum við að ræða þetta frekar í símtali en ég get ekki talað akkúrat núna.“ Þau hafi síðan rætt að hittast aftur sem hún hætti síðar við. Þau hafi aldrei hist síðan. Báðar konurnar sögðu í samtali við Hollywood Reporter að þeim hafi þótt þær þurfa að stíga fram núna og segja sína sögu. Auglýsingaherferðin fyrir And Just Like That, nýju seríu Beðmáls í borginni, hafi vakið upp gamlar minningar. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Konurnar tvær höfðu samband við Hollywood Reporter til að greina frá meintum nauðgunum. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter þekkjast konurnar ekki og höfðu þær samband við blaðið hvor í sínu lagi. Kveikjan hjá þeim báðum hafi þó verið nýja serían af hinum sívinsælu þáttum, Beðmáli í borginni eða Sex and the City, sem er í sýningu núna. Báðar eru þær sagðar lýsa svipuðum aðstæðum og gjörðum Noth þegar meintar nauðganir áttu sér stað. Þær hafi þá átt sér stað með meira en áratugs millibili. „Ég braut ekki á þessum konum“ Noth segir í yfirlýsingu við Hollywood Reporter að þessar ásakanir séu ósannar. Hann hafi aldrei veist að konum. „Þessar sögur hefðu getað verið frá þrjátíu árum eða þrjátíu dögum - nei þýðir alltaf nei - það er lína sem ég steig aldrei yfir,“ segir Noth í yfirlýsingunni. „Þessi samskipti fóru fram með samþykki beggja. Það er erfitt að velta ekki fyrir sér tímasetningu þessara frásagna. Ég veit ekki hvers vegna þær stíga fram núna en ég veit þetta: Ég braut ekki á þessum konum.“ Segir Noth hafa hlegið að sér þegar hún bað hann að nota smokk Varað er við því að lýsingar hér að neðan eru nokkuð grófar. Konurnar tvær koma ekki fram undir nafni en eru kallaðar Zoe og Lily í frétt Hollywood Reporter. Báðar segjast þær hafa kynnst Noth þegar þær voru nýskriðnar yfir tvítugt. Zoe, sem vinnur enn í skemmtanabransanum, segist hafa kynnst Noth þegar hún byrjaði að vinna í skemmtanabransanum árið 2004. Hún segir að eftir að hafa nokkrum sinnum daðrað á vinnustaðnum hafi hann boðið henni að koma til sín í heimsókn til að nota sundlaug, sem var í íbúðakjarnanum sem hann bjó í. Zoe er nú fertug og segir leikarann hafa lokkað sig inn í íbúðina hans undir því yfirskyni að hann vildi sýna henni bók sem hann væri að lesa. Hann hafi síðan kysst hana og stundað við hana mök að aftan, á meðan hann þrýsti henni upp að spegli. „Þetta var mjög vont og ég öskraði á hann að stoppa,“ segir Zoe. „Og hann gerði það ekki. Þá sagði ég: „gætirðu allavega notað smokk“ og hann hló að mér.“ Zoe segir að með aðstoð vinar síns hafi hún leitað læknisaðstoðar eftir atvikið. Hún hafi þurft sauma eftir árásina. Lögregla hafi verið kölluð til en hún hafi ekki þorað að segja að Noth væri árásarmaðurinn af ótta við að henni yrði refsað í vinnunni eða ekki trúað. Hollywood Reporter gerði tilraun til að staðfesta læknisheimsóknina en sjúkrahúsið sem hún leitaði á geymir ekki gögn svo langt aftur í tímann. Þrýsti þeim báðum upp að spegli á meðan á árásunum stóð Konan sem kölluð er Lily í greininni er nú 31 árs gömul og segist hafa hitt Noth árið 2015 þegar hún var 25 ára og hann sextugur. Þau hafi hist á lokuðu svæði á næturklúbbnum No.8 í New York, sem nú hefur verið lokað, en hún vann þar sem þjónn. Lily starfar nú í blaðamennsku en hún segir Noth hafa boðið sér út að borða og hún þegið boðið vegna aðdáunar hennar á þáttunum Beðmál í borginni. Hún segist hafa farið heim með Noth í þeirri trú að þau ætluðu að drekka saman viskí og ræða framtíðarstarfsmöguleika hennar. Noth hafi þá kysst hana og þrýst lim sínum í munninn á henni. Þá hafi hann stundað við hana mök á meðan hann þrýsti henni upp að spegli. „Ég grét á meðan.“ And Just Like That veki upp gamlar minningar Fram kemur að Hollywood Reporter hafi fengið að skoða skilaboð sem Noth og Lily sendu sín á milli eftir atvikið, í mars og apríl 2015. Noth hafi meðal annars sent henni: „Ég verð að spyrja þig hvort þú naust næturinnar okkar í síðustu viku. Mér fannst þetta skemmtilegt en var ekki viss hvernig þér liði.“ Lily hafi þá svarað: „Hmm... Ég naut nærveru þinnar (e. your company). Skemmtilegt samtal. Vil ekki fara út í smáatriði í sms-skilaboðum en mér líður eins og ég hafi verið notuð... Kannski ættum við að ræða þetta frekar í símtali en ég get ekki talað akkúrat núna.“ Þau hafi síðan rætt að hittast aftur sem hún hætti síðar við. Þau hafi aldrei hist síðan. Báðar konurnar sögðu í samtali við Hollywood Reporter að þeim hafi þótt þær þurfa að stíga fram núna og segja sína sögu. Auglýsingaherferðin fyrir And Just Like That, nýju seríu Beðmáls í borginni, hafi vakið upp gamlar minningar.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira