Þrjú af átta bestu með Íslending innanborðs Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar á mála hjá félögum sem komin eru í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, sem og hin hollenska Vivianne Miedema sem leikur með Arsenal. vísir/hulda margrét Á mánudaginn verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þrjú Íslendingalið verða í skálinni sem dregið verður úr. Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar.
Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira