Dætur Þóris Hergeirssonar afar stoltar af föður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 12:31 Þórir Hergeirsson fagnar með heimsmeistarabikarinn eftir sigurinn í úrslitaleiknum í gær. AP/Joan Monfort Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti og sigurganga hans hélt áfram á Spáni í gær. Margir glöddust í Noregi og ekki síst fjölskyldumeðlimirnir. Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira