Stóru spurningarnir fyrir EM-hópinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2021 09:00 Hverja velur Guðmundur Guðmundsson í EM-hópinn? Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnir tuttugu manna hóp sinn fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í dag. Sextán mega vera í hóp í hverjum leik á mótinu. Þann 2. desember var tilkynnt hvaða 35 leikmenn sem koma til greina í EM-hópinn. Sjö leikmenn úr Olís-deildinni eru í hópnum sem má sjá hér fyrir neðan. Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (41/1) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (236/16) Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0) Grétar Ari Guðjónsson, Cavial Nice (7/0) Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (82/230) Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23) Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (1/1) Vignir Stefánsson, Valur (8/18) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593) Bjarni Ófeigur Valdimarsson, IFK Skövde HK (0/0) Daníel Þór Ingason, Balingen-Weilstetten (34/9) Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0) Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0) Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266) Óskar Ólafsson, Drammen (0/0) Leikstjórnendur: Andri Már Rúnarsson, TVB 1898 Stuttgart (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120) Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51) Haukur Þrastarson, Vive Tauron Kielce (20/22) Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (49/69) Hægri skytta: Hafþór Vignisson, Stjarnan (0/0) Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (12/18) Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150) Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (21/55) Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club (120/341) Finnur Ingi Stefánsson, Valur (1/0) Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (39/86) Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76) Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14) Heimir Óli Heimisson, Haukar (6/9) Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndbold (12/24) Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (52/23) Einn leikmaður hefur helst úr lestinni síðan stóri hópurinn var tilkynntur, Hákon Daði Styrmisson. Eyjamaðurinn var svo óheppinn að slíta krossband í hné á æfingu með Gummersbach. Hákon Daði hefur leikið vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og hefði að öllum líkindum verið í tuttugu manna hópnum. Líklegast verður Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Elverum, í hópnum og Bjarka Má Elíssyni, markahæsta leikmanni þýsku úrvalsdeildarinnar til halds og trausts í vinstra horninu. Sigvaldi Guðjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson verða sennilegast í hægra horninu. Arnór Þór Gunnarsson var í stóra hópnum til öryggis en er annars hættur í landsliðinu. Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, er einnig í stóra hópnum en hefur aðeins leikið einn landsleik og er orðinn 34 ára. Fimm markverðir eru í stóra hópnum og búast má við því að þrír verði í tuttugu manna hópnum. Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson eru næsta öruggir með sæti sín en spurningin er hver tekur þriðja sætið; Ágúst Elí Björgvinsson, Grétar Ari Guðjónsson eða Daníel Freyr Andrésson. Grétar Ari Guðjónsson lék með Haukum áður en hann fór í atvinnumennsku til Frakklands.vísir/bára Ágúst Elí hefur farið á þrjú stórmót og er með mestu landsliðsreynsluna. Daníel Freyr hefur ekki fengið mörg tækifæri með landsliðinu og er kannski ólíklegastur til að fara með á EM. Grétar hefur ekki enn farið á stórmót en hefur leikið vel með Nice í frönsku B-deildinni og gæti fengið tækifæri að þessu sinni. Fimm línumenn eru í stóra hópnum. Ýmir Örn Gíslason og Arnar Freyr Arnarsson eru öruggir með EM-sæti og líklegt þykir að Elliði Snær Viðarsson fari einnig með eftir vasklega framgöngu á síðasta heimsmeistaramóti. Sveinn Jóhannsson, leikmaður SönderjyskE í Danmörku, lék á síðasta Evrópumóti og gerir sér væntanlega vonir um að vera í EM-hópnum. Enginn af ofantöldum línumönnum er samt afgerandi sóknarmaður og íslenska liðið hefur fengið alltof fá mörk af línunni á síðustu stórmótum. Það gæti opnað möguleika fyrir Heimi Óla Heimisson. Hann hefur leikið afar vel með Haukum í Olís-deildinni og er með lygilega níutíu prósent skotnýtingu. Líkurnar á að Heimir fari með til Ungverjalands eru þó takmarkaðar. Elvar Ásgeirsson á enn eftir að leika sinn fyrsta landsleik.vísir/vilhelm Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson verða á sínum stað sem vinstri skyttur og þá gæti Elvar Ásgeirsson, leikmaður Nancy, fengið tækifæri. Aron hefur glímt við meiðsli, missti meðal annars af síðasta heimsmeistaramóti og hefur átt það til að meiðast eða gefa eftir þegar líður á stórmót. Stærstu spurningarnar varðandi EM-hópnum snúa eflaust að leikstjórnandastöðunni. Elvar Örn Jónsson hefur ekki náð sér á strik í sókninni á síðustu tveimur stórmótum en er ómetanlegur í vörninni. Hann getur einnig spilað sem vinstri skytta og er eitt af fyrstu nöfnunum sem Guðmundur setur á blað þegar hann velur landsliðið. Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur náð sér af erfiðum meiðslum, spilað vel fyrir Magdeburg að undanförnu og verður væntanlega aðalleikstjórnandi Íslands á EM. Meiri óvissa ríkir með Selfyssingana Janus Daði Smárason og Hauk Þrastarson sem hafa verið meiðslum hrjáðir á þessu ári. Janus Daði spilaði aðeins einn leik á HM og Haukur missti af mótinu vegna krossbandaslita. Haukur er ekki búinn að ná fullum styrk eftir meiðslin og á talsvert langt í land. Í samtali við Vísi í gær kvaðst hann ekki vera bjartsýnn á að fara með á EM. Þótt Janus Daði hafi spilað síðustu leiki Göppingen og sé líklegur til að vera í tuttugu manna hópnum munu Gísli og Elvar samt leysa leikstjórnandastöðuna að langstærstum hluta á EM. Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson eru öruggir með sæti í hópnum. Sá fyrrnefndi hefur átt frábært ár og nær vonandi að fylgja því eftir í Ungverjalandi og sá síðarnefndi er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli. Spurningin er þá hvort Guðmundur tekur Teit Örn Einarsson eða Kristján Örn Kristjánssonar eða þá báða. Teitur hefur nýtt óvænt tækifæri sem hann fékk hjá Flensburg með stæl og unnið sér inn nýjan samning hjá þýska stórliðinu. Kristján Örn hefur einnig leikið vel með Pays d'Aix í Frakklandi og fór á HM þótt hann hafi ekki komið mikið við sögu þar. Líklegur EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson Grétar Ari Guðjónsson Viktor Gísli Hallgrímsson Hornamenn: Bjarki Már Elísson Orri Freyr Þorkelsson Óðinn Þór Ríkharðsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Útispilarar: Aron Pálmarsson Elvar Ásgeirsson Ólafur Andrés Guðmundsson Elvar Örn Jónsson Janus Daði Smárason Gísli Þorgeir Kristjánsson Teitur Örn Einarsson Viggó Kristjánsson Ómar Ingi Magnússon Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason Sveinn Jóhannsson Elliði Snær Viðarsson Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Þann 2. desember var tilkynnt hvaða 35 leikmenn sem koma til greina í EM-hópinn. Sjö leikmenn úr Olís-deildinni eru í hópnum sem má sjá hér fyrir neðan. Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (41/1) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (236/16) Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0) Grétar Ari Guðjónsson, Cavial Nice (7/0) Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (82/230) Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23) Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (1/1) Vignir Stefánsson, Valur (8/18) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593) Bjarni Ófeigur Valdimarsson, IFK Skövde HK (0/0) Daníel Þór Ingason, Balingen-Weilstetten (34/9) Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0) Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0) Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266) Óskar Ólafsson, Drammen (0/0) Leikstjórnendur: Andri Már Rúnarsson, TVB 1898 Stuttgart (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120) Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51) Haukur Þrastarson, Vive Tauron Kielce (20/22) Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (49/69) Hægri skytta: Hafþór Vignisson, Stjarnan (0/0) Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (12/18) Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150) Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (21/55) Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club (120/341) Finnur Ingi Stefánsson, Valur (1/0) Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (39/86) Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76) Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14) Heimir Óli Heimisson, Haukar (6/9) Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndbold (12/24) Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (52/23) Einn leikmaður hefur helst úr lestinni síðan stóri hópurinn var tilkynntur, Hákon Daði Styrmisson. Eyjamaðurinn var svo óheppinn að slíta krossband í hné á æfingu með Gummersbach. Hákon Daði hefur leikið vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og hefði að öllum líkindum verið í tuttugu manna hópnum. Líklegast verður Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Elverum, í hópnum og Bjarka Má Elíssyni, markahæsta leikmanni þýsku úrvalsdeildarinnar til halds og trausts í vinstra horninu. Sigvaldi Guðjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson verða sennilegast í hægra horninu. Arnór Þór Gunnarsson var í stóra hópnum til öryggis en er annars hættur í landsliðinu. Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, er einnig í stóra hópnum en hefur aðeins leikið einn landsleik og er orðinn 34 ára. Fimm markverðir eru í stóra hópnum og búast má við því að þrír verði í tuttugu manna hópnum. Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson eru næsta öruggir með sæti sín en spurningin er hver tekur þriðja sætið; Ágúst Elí Björgvinsson, Grétar Ari Guðjónsson eða Daníel Freyr Andrésson. Grétar Ari Guðjónsson lék með Haukum áður en hann fór í atvinnumennsku til Frakklands.vísir/bára Ágúst Elí hefur farið á þrjú stórmót og er með mestu landsliðsreynsluna. Daníel Freyr hefur ekki fengið mörg tækifæri með landsliðinu og er kannski ólíklegastur til að fara með á EM. Grétar hefur ekki enn farið á stórmót en hefur leikið vel með Nice í frönsku B-deildinni og gæti fengið tækifæri að þessu sinni. Fimm línumenn eru í stóra hópnum. Ýmir Örn Gíslason og Arnar Freyr Arnarsson eru öruggir með EM-sæti og líklegt þykir að Elliði Snær Viðarsson fari einnig með eftir vasklega framgöngu á síðasta heimsmeistaramóti. Sveinn Jóhannsson, leikmaður SönderjyskE í Danmörku, lék á síðasta Evrópumóti og gerir sér væntanlega vonir um að vera í EM-hópnum. Enginn af ofantöldum línumönnum er samt afgerandi sóknarmaður og íslenska liðið hefur fengið alltof fá mörk af línunni á síðustu stórmótum. Það gæti opnað möguleika fyrir Heimi Óla Heimisson. Hann hefur leikið afar vel með Haukum í Olís-deildinni og er með lygilega níutíu prósent skotnýtingu. Líkurnar á að Heimir fari með til Ungverjalands eru þó takmarkaðar. Elvar Ásgeirsson á enn eftir að leika sinn fyrsta landsleik.vísir/vilhelm Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson verða á sínum stað sem vinstri skyttur og þá gæti Elvar Ásgeirsson, leikmaður Nancy, fengið tækifæri. Aron hefur glímt við meiðsli, missti meðal annars af síðasta heimsmeistaramóti og hefur átt það til að meiðast eða gefa eftir þegar líður á stórmót. Stærstu spurningarnar varðandi EM-hópnum snúa eflaust að leikstjórnandastöðunni. Elvar Örn Jónsson hefur ekki náð sér á strik í sókninni á síðustu tveimur stórmótum en er ómetanlegur í vörninni. Hann getur einnig spilað sem vinstri skytta og er eitt af fyrstu nöfnunum sem Guðmundur setur á blað þegar hann velur landsliðið. Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur náð sér af erfiðum meiðslum, spilað vel fyrir Magdeburg að undanförnu og verður væntanlega aðalleikstjórnandi Íslands á EM. Meiri óvissa ríkir með Selfyssingana Janus Daði Smárason og Hauk Þrastarson sem hafa verið meiðslum hrjáðir á þessu ári. Janus Daði spilaði aðeins einn leik á HM og Haukur missti af mótinu vegna krossbandaslita. Haukur er ekki búinn að ná fullum styrk eftir meiðslin og á talsvert langt í land. Í samtali við Vísi í gær kvaðst hann ekki vera bjartsýnn á að fara með á EM. Þótt Janus Daði hafi spilað síðustu leiki Göppingen og sé líklegur til að vera í tuttugu manna hópnum munu Gísli og Elvar samt leysa leikstjórnandastöðuna að langstærstum hluta á EM. Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson eru öruggir með sæti í hópnum. Sá fyrrnefndi hefur átt frábært ár og nær vonandi að fylgja því eftir í Ungverjalandi og sá síðarnefndi er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli. Spurningin er þá hvort Guðmundur tekur Teit Örn Einarsson eða Kristján Örn Kristjánssonar eða þá báða. Teitur hefur nýtt óvænt tækifæri sem hann fékk hjá Flensburg með stæl og unnið sér inn nýjan samning hjá þýska stórliðinu. Kristján Örn hefur einnig leikið vel með Pays d'Aix í Frakklandi og fór á HM þótt hann hafi ekki komið mikið við sögu þar. Líklegur EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson Grétar Ari Guðjónsson Viktor Gísli Hallgrímsson Hornamenn: Bjarki Már Elísson Orri Freyr Þorkelsson Óðinn Þór Ríkharðsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Útispilarar: Aron Pálmarsson Elvar Ásgeirsson Ólafur Andrés Guðmundsson Elvar Örn Jónsson Janus Daði Smárason Gísli Þorgeir Kristjánsson Teitur Örn Einarsson Viggó Kristjánsson Ómar Ingi Magnússon Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason Sveinn Jóhannsson Elliði Snær Viðarsson Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest.
Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (41/1) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (236/16) Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0) Grétar Ari Guðjónsson, Cavial Nice (7/0) Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (82/230) Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23) Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (1/1) Vignir Stefánsson, Valur (8/18) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593) Bjarni Ófeigur Valdimarsson, IFK Skövde HK (0/0) Daníel Þór Ingason, Balingen-Weilstetten (34/9) Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0) Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0) Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266) Óskar Ólafsson, Drammen (0/0) Leikstjórnendur: Andri Már Rúnarsson, TVB 1898 Stuttgart (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120) Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51) Haukur Þrastarson, Vive Tauron Kielce (20/22) Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (49/69) Hægri skytta: Hafþór Vignisson, Stjarnan (0/0) Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (12/18) Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150) Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (21/55) Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club (120/341) Finnur Ingi Stefánsson, Valur (1/0) Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (39/86) Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76) Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14) Heimir Óli Heimisson, Haukar (6/9) Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndbold (12/24) Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (52/23)
Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson Grétar Ari Guðjónsson Viktor Gísli Hallgrímsson Hornamenn: Bjarki Már Elísson Orri Freyr Þorkelsson Óðinn Þór Ríkharðsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Útispilarar: Aron Pálmarsson Elvar Ásgeirsson Ólafur Andrés Guðmundsson Elvar Örn Jónsson Janus Daði Smárason Gísli Þorgeir Kristjánsson Teitur Örn Einarsson Viggó Kristjánsson Ómar Ingi Magnússon Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason Sveinn Jóhannsson Elliði Snær Viðarsson
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira