Tiger Woods keppti bara á þremur mótum á árinu en aflaði samt 7,8 milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 14:01 Tiger Woods fær vel borgað þrátt fyrir að keppa ekki í íþrótt sinni hvað þá að vinna mót. Getty/Richard Hartog Árið 2021 var Tiger Woods erfitt eftir bílslys hans í febrúar. Hann þarf samt ekki mikið að kvarta yfir innkomu sinni á árinu. Forbes hefur sagt frá því að Tiger sé í tólfta sætin yfir launahæstu íþróttamenn heims á árinu sem er að líða. Tólf sinnum hefur Tiger verið launahæsti íþróttamaður heims á ferlinum en hann var ekki búinn að vera inn á topp tíu í fimm ár þegar sigur hans á Mastersmótinu 2020 skilaði honum öðru fremur inn á topp tíu listann á ný í fyrra. In 2009, Tiger Woods became the first athlete in history to reach $1 billion in earnings, according to @Forbes.His earnings as of 2021: $1.5 billion pic.twitter.com/ukaaNvRXLj— Front Office Sports (@FOS) December 18, 2021 Tiger er tveimur sætum frá því að halda sæti sínu þar en þar er samt athyglisvert því hann fékk aðeins samtals tvö hundruð þúsund dollara í verðlaunafé á árinu. Tiger náði ekki niðurskurðinum á eina risamóti sínu og hefur hann ekkert keppt frá því að hann meiddist illa á fæti í slysinu. Lykillinn að góðum tekjum kappans eru hins vegar styrktarsamningar hans sem skiluðu Tiger alls sextíu milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 7,8 milljörðum íslenskra króna. Meðal styrktaraðila Tigers eru Nike, 2K Sports, Bridgestone, Monster Energy, Rolex, TaylorMade og Upper Deck. Það eru aðeins þrír íþróttamenn sem öfluðu meira utan vallar en það voru þeir Conor McGregor, Roger Federer og LeBron James. Tiger aflaði þrisvar sinnum meira á árinu en stjörnur eins og Patrick Mahomes í NFL-deildinni og Russell Westbrook í NBA-deildinni. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Forbes hefur sagt frá því að Tiger sé í tólfta sætin yfir launahæstu íþróttamenn heims á árinu sem er að líða. Tólf sinnum hefur Tiger verið launahæsti íþróttamaður heims á ferlinum en hann var ekki búinn að vera inn á topp tíu í fimm ár þegar sigur hans á Mastersmótinu 2020 skilaði honum öðru fremur inn á topp tíu listann á ný í fyrra. In 2009, Tiger Woods became the first athlete in history to reach $1 billion in earnings, according to @Forbes.His earnings as of 2021: $1.5 billion pic.twitter.com/ukaaNvRXLj— Front Office Sports (@FOS) December 18, 2021 Tiger er tveimur sætum frá því að halda sæti sínu þar en þar er samt athyglisvert því hann fékk aðeins samtals tvö hundruð þúsund dollara í verðlaunafé á árinu. Tiger náði ekki niðurskurðinum á eina risamóti sínu og hefur hann ekkert keppt frá því að hann meiddist illa á fæti í slysinu. Lykillinn að góðum tekjum kappans eru hins vegar styrktarsamningar hans sem skiluðu Tiger alls sextíu milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 7,8 milljörðum íslenskra króna. Meðal styrktaraðila Tigers eru Nike, 2K Sports, Bridgestone, Monster Energy, Rolex, TaylorMade og Upper Deck. Það eru aðeins þrír íþróttamenn sem öfluðu meira utan vallar en það voru þeir Conor McGregor, Roger Federer og LeBron James. Tiger aflaði þrisvar sinnum meira á árinu en stjörnur eins og Patrick Mahomes í NFL-deildinni og Russell Westbrook í NBA-deildinni.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira