Greindust öll á landamærunum og verða saman á jólunum Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 23:00 Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Kristný Þorgeirsdóttir, Berglind Egilsdóttir, Logi Árnason, Gunnar Sveinn Sigfússon, Agnes Gunnarsdóttir, Egill Orri Árnason, Gabríela Ýr Þorvaldsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir og Arnór Snær Sigurðsson. Aðsend mynd Níu manna vinahópur sem kom frá Puerto Rico í fyrradag greindist allur með Covid-19 við komuna til landsins. Í stað þess að húka í einangrun hvert um sig ákváðu þau að framlengja fríið öll saman í sumarbústað á Snæfellsnesi yfir jólin. Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12