Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2021 11:28 Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. facebook Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. „Það kom bakslag í fyrradag en nú er status quo. Þeir segja það læknarnir að þegar svo alvarleg veikindi komi upp gerist batinn í hænufetum. En þetta nagar mann inn að beini. Ég ætla til sálfræðings og við fjölskyldan öll til að ná upp starfsþreki. Við erum ekkert eina fólkið sem hefur lent í þessu en ég er opinn að tala um þetta. Ég á mér þá von og trú að samhugurinn hjálpi. Þess vegna sendi ég þetta út,“ segir Sigurður, betur þekktur sem Siggi stormur, með vísan til ferils hans sem veðurfréttamaður í sjónvarpi. Siggi birti á jóladag stuttan pistil sem hefur þegar vakið mikla athygli. „Kæru vinir mínir á FB. Núna þarf ég á vinargreiða að halda. Jólin eru hátíð, hátíð ljóss og friðar og gleði. Núna er svo ekki hjá okkur hjónum, því sonur okkar, Árni Þórður, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er haldið þar sofandi í öndunarvél og er nú að verða komin vika frá því sú staða kom upp. Um er að ræða alvarlega líffærabilun. En það er von. Jafnvel allnokkur von, að snúa megi þessari hræðilegu stöðu í aðra átt. Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda. Að endingu gleðilega hátíð ykkur öllum til handa. Guð blessi ykkur öll.“ Ómetanlegar hlýjar óskir Siggi segir að ekki hafi staðið á viðbrögðunum, þau hafi verið mikil. Honum hefur verið bent á lækningamiðla og þá er beðið fyrir syni hans og þá er mikið um að fólk biðji fyrir bata Árna Þórðar. „Hlýja strauma. Það hjálpar í það minnsta foreldrunum svolítið að finna þennan samhug. Það er ómetanlegt og ég kann því fólki miklar þakkir. Nú eru þessir straumar að streyma og kannski förum við að sjá eitthvað gerast. Það tjáðu sig tveir eða þrír prestar á Facebook, sóknarpresturinn hafði samband að fyrra bragði,“ segir Sigurður. Hann segist búa að sinni barnatrú og þegar á bjátar fari einhverjir slíkir nemar í gang. „Þegar þetta er svona alvarlegt er svo. Ég hef enga þekkingu til að gera neitt meira en horfa á en ég hef þó þennan möguleika. Einhvern æðri mátt. Það er það eina sem ég get gripið til. Ég vil trúa því að strákurinn komist yfir þetta. Það má aldrei taka frá manni vonina.“ Ekki vitað hvað veldur líffærabiluninni Sigurður segir lítið um veikindin að segja, einfaldlega vegna þess að það viti enginn hvað raunverulega gerðist. „Hann hafði haft kviðverki í tvo daga sem hann gerði ekkert í. Svo var hann orðinn viðþolslaus af verkjum, fór í sjúkrabíl á spítala.“ Staðan er enn sú sama nú viku eftir að Árni Þórður var fluttur á gjörgæslu vegna líffærabilunar. Læknar segja að þegar svo alvarleg veikindi eru komi batinn í hænufetum. Þá kom fram bilun í líffærum og að sögn Sigurðar vita menn í þrjátíu prósentum tilvika ekki hvað valdi. „Það er svo margt á huldu í þessu. Sennilega hefur þetta byrjað sem brisbólga. Margir telja að það sé vegna áfengisneyslu en það á ekki við um hann. Læknarnir eru varfærnir í orðalagi.“ Sigurður lýkur upp miklu lofsorði á hjúkrunarfræðinga gjörgæslunnar, þeir séu algjörir meistarar. „Ég á ekki orð yfir hæfni þeirra, manni líður mikið betur á eftir en þær svara á mannamáli. Gjörgæslulæknar frábærir, en þeir akta allt öðru vísi, eru öðru vísi í tali sem er eðlilegt. En hjúkrunarfræðingarnir hafa haldið í manni voninni. Ekki bara íslenskir, þarna eru hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum sem tala íslensku reiprennandi og eru ofboðslega færir.“ Ýmislegt sem gefur von Sigurður segir son sinn hafa þurft að fara í blóðskiljunarvél til að losna við vökva, í raun hafi flestar þær græjur sem spítalinn hefur yfir að ráða verið notaðar. „Síðasta sem þeir vilja grípa til er að skera, þá minnka batahorfur. En hann er á sýklalyfjum og er haldið sofandi. Hann er á sterkum verkjalyfjum og mænudeyfður.“ Ekki fer á milli mála að veikindi sonar Sigurðar hafa fengið verulega á hann, sem von er og fjölskylduna alla en þetta ár hefur reynst erfitt. Dauðsföll og veikindi hafa sett sitt mark á árið. „Ætli ég verði því ekki fengnastur þegar þetta hörmungaár verður búið,“ segir Sigurður. Þau hjónin Sigurður og Hólmfríður eiga þrjá syni. Árni Þórður er í miðjunni, 29 ára gamall, ógiftur og barnlaus. Hann nam við íþróttaskólann á Laugavatni og er útskrifaður tollvörður og starfað sem slíkur í nokkur ár. Sigurður segir að hann sé hraustur, hann hefur aldrei reykt og það hjálpar í þeirri miklu baráttu sem nú stendur yfir. „Og er með sterkt hjarta. Það vinnur ýmislegt með honum,“ segir Sigurður sem vill gjarnan fara að sjá einhvern bata. Fjölskyldan lifir nú í voninni og þiggur góða strauma frá velviljuðu fólki. Hafnarfjörður Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það kom bakslag í fyrradag en nú er status quo. Þeir segja það læknarnir að þegar svo alvarleg veikindi komi upp gerist batinn í hænufetum. En þetta nagar mann inn að beini. Ég ætla til sálfræðings og við fjölskyldan öll til að ná upp starfsþreki. Við erum ekkert eina fólkið sem hefur lent í þessu en ég er opinn að tala um þetta. Ég á mér þá von og trú að samhugurinn hjálpi. Þess vegna sendi ég þetta út,“ segir Sigurður, betur þekktur sem Siggi stormur, með vísan til ferils hans sem veðurfréttamaður í sjónvarpi. Siggi birti á jóladag stuttan pistil sem hefur þegar vakið mikla athygli. „Kæru vinir mínir á FB. Núna þarf ég á vinargreiða að halda. Jólin eru hátíð, hátíð ljóss og friðar og gleði. Núna er svo ekki hjá okkur hjónum, því sonur okkar, Árni Þórður, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er haldið þar sofandi í öndunarvél og er nú að verða komin vika frá því sú staða kom upp. Um er að ræða alvarlega líffærabilun. En það er von. Jafnvel allnokkur von, að snúa megi þessari hræðilegu stöðu í aðra átt. Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda. Að endingu gleðilega hátíð ykkur öllum til handa. Guð blessi ykkur öll.“ Ómetanlegar hlýjar óskir Siggi segir að ekki hafi staðið á viðbrögðunum, þau hafi verið mikil. Honum hefur verið bent á lækningamiðla og þá er beðið fyrir syni hans og þá er mikið um að fólk biðji fyrir bata Árna Þórðar. „Hlýja strauma. Það hjálpar í það minnsta foreldrunum svolítið að finna þennan samhug. Það er ómetanlegt og ég kann því fólki miklar þakkir. Nú eru þessir straumar að streyma og kannski förum við að sjá eitthvað gerast. Það tjáðu sig tveir eða þrír prestar á Facebook, sóknarpresturinn hafði samband að fyrra bragði,“ segir Sigurður. Hann segist búa að sinni barnatrú og þegar á bjátar fari einhverjir slíkir nemar í gang. „Þegar þetta er svona alvarlegt er svo. Ég hef enga þekkingu til að gera neitt meira en horfa á en ég hef þó þennan möguleika. Einhvern æðri mátt. Það er það eina sem ég get gripið til. Ég vil trúa því að strákurinn komist yfir þetta. Það má aldrei taka frá manni vonina.“ Ekki vitað hvað veldur líffærabiluninni Sigurður segir lítið um veikindin að segja, einfaldlega vegna þess að það viti enginn hvað raunverulega gerðist. „Hann hafði haft kviðverki í tvo daga sem hann gerði ekkert í. Svo var hann orðinn viðþolslaus af verkjum, fór í sjúkrabíl á spítala.“ Staðan er enn sú sama nú viku eftir að Árni Þórður var fluttur á gjörgæslu vegna líffærabilunar. Læknar segja að þegar svo alvarleg veikindi eru komi batinn í hænufetum. Þá kom fram bilun í líffærum og að sögn Sigurðar vita menn í þrjátíu prósentum tilvika ekki hvað valdi. „Það er svo margt á huldu í þessu. Sennilega hefur þetta byrjað sem brisbólga. Margir telja að það sé vegna áfengisneyslu en það á ekki við um hann. Læknarnir eru varfærnir í orðalagi.“ Sigurður lýkur upp miklu lofsorði á hjúkrunarfræðinga gjörgæslunnar, þeir séu algjörir meistarar. „Ég á ekki orð yfir hæfni þeirra, manni líður mikið betur á eftir en þær svara á mannamáli. Gjörgæslulæknar frábærir, en þeir akta allt öðru vísi, eru öðru vísi í tali sem er eðlilegt. En hjúkrunarfræðingarnir hafa haldið í manni voninni. Ekki bara íslenskir, þarna eru hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum sem tala íslensku reiprennandi og eru ofboðslega færir.“ Ýmislegt sem gefur von Sigurður segir son sinn hafa þurft að fara í blóðskiljunarvél til að losna við vökva, í raun hafi flestar þær græjur sem spítalinn hefur yfir að ráða verið notaðar. „Síðasta sem þeir vilja grípa til er að skera, þá minnka batahorfur. En hann er á sýklalyfjum og er haldið sofandi. Hann er á sterkum verkjalyfjum og mænudeyfður.“ Ekki fer á milli mála að veikindi sonar Sigurðar hafa fengið verulega á hann, sem von er og fjölskylduna alla en þetta ár hefur reynst erfitt. Dauðsföll og veikindi hafa sett sitt mark á árið. „Ætli ég verði því ekki fengnastur þegar þetta hörmungaár verður búið,“ segir Sigurður. Þau hjónin Sigurður og Hólmfríður eiga þrjá syni. Árni Þórður er í miðjunni, 29 ára gamall, ógiftur og barnlaus. Hann nam við íþróttaskólann á Laugavatni og er útskrifaður tollvörður og starfað sem slíkur í nokkur ár. Sigurður segir að hann sé hraustur, hann hefur aldrei reykt og það hjálpar í þeirri miklu baráttu sem nú stendur yfir. „Og er með sterkt hjarta. Það vinnur ýmislegt með honum,“ segir Sigurður sem vill gjarnan fara að sjá einhvern bata. Fjölskyldan lifir nú í voninni og þiggur góða strauma frá velviljuðu fólki.
„Kæru vinir mínir á FB. Núna þarf ég á vinargreiða að halda. Jólin eru hátíð, hátíð ljóss og friðar og gleði. Núna er svo ekki hjá okkur hjónum, því sonur okkar, Árni Þórður, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er haldið þar sofandi í öndunarvél og er nú að verða komin vika frá því sú staða kom upp. Um er að ræða alvarlega líffærabilun. En það er von. Jafnvel allnokkur von, að snúa megi þessari hræðilegu stöðu í aðra átt. Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda. Að endingu gleðilega hátíð ykkur öllum til handa. Guð blessi ykkur öll.“
Hafnarfjörður Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira