Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. desember 2021 13:15 Viðbragðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands var virkjað vegna hópsmitsins í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47
Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08