Ómar Ingi íþróttamaður ársins Sindri Sverrisson og Atli Arason skrifa 29. desember 2021 20:27 Þrjú efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2021: Kolbrún Þöll Þorradóttir, Ómar Ingi Magnússon og Kristín Þórhallsdóttir. Mummi Lú Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár.
Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira