Margverðlaunað jólahús á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2021 20:19 Jólahúsið við Austurveg á Selfossi, sem er alltaf jafn glæsilegt um jólin. Í húsinu búa þau Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson og fjölskylda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt. Jólahúsið í jólabænum Selfossi stendur við aðalgötu bæjarins, Austurveginn, sem er hluti af þjóðvegi númer eitt. Í húsinu búa þau Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson. Á neðri hæðinni er Sólveig með hársnyrtistofuna Mensý. Húsið vekur alltaf mikla athygli vegfarenda, sem fara fram hjá húsinu og margir stoppa til að taka myndir af því. „Jú, jú, það eru alltaf einhverjir hérna fyrir utan, heilu rúturnar stundum. Mér finnst það allt í lagi, það er bara gaman að því,“ segir Sólveig. Jólahúsið hefur líka vakið mikla athygli erlendis á sérstökum jólasíðum. „Já, ég setti það að gamni inn á einhverja ameríska síðu. Það komu ansi mörg like þar, sem er mjög skemmtilegt. Ég vissi nú ekki þegar það var komið upp í 13 k hvað það þýddi og því fór ég að spyrja krakkana, ég held að það sé eitthvað 13 þúsund,“ segir Sólveig. Sólveigu Ósk finnst ekkert athugavert þó fólk stoppi við jólahúsið og myndi það. "Það er bara gaman af því," segir hún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólveig og Gísli hafa fengið fjölmörg verðlaun fyrir húsið sitt í gegnum árin þegar jólaskreytingasamkeppnir eru annars vegar. „Já bara afþakkaði þau, leyft fleirum að njóta, það er skemmtilegra. Ég hef ekki hugmynd um hvaða jólaperurnar á húsinu eru margar, ég ætla ekki að reyna að telja þær,“ segir Sólveig hlægjandi. Árborg Jól Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Jólahúsið í jólabænum Selfossi stendur við aðalgötu bæjarins, Austurveginn, sem er hluti af þjóðvegi númer eitt. Í húsinu búa þau Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson. Á neðri hæðinni er Sólveig með hársnyrtistofuna Mensý. Húsið vekur alltaf mikla athygli vegfarenda, sem fara fram hjá húsinu og margir stoppa til að taka myndir af því. „Jú, jú, það eru alltaf einhverjir hérna fyrir utan, heilu rúturnar stundum. Mér finnst það allt í lagi, það er bara gaman að því,“ segir Sólveig. Jólahúsið hefur líka vakið mikla athygli erlendis á sérstökum jólasíðum. „Já, ég setti það að gamni inn á einhverja ameríska síðu. Það komu ansi mörg like þar, sem er mjög skemmtilegt. Ég vissi nú ekki þegar það var komið upp í 13 k hvað það þýddi og því fór ég að spyrja krakkana, ég held að það sé eitthvað 13 þúsund,“ segir Sólveig. Sólveigu Ósk finnst ekkert athugavert þó fólk stoppi við jólahúsið og myndi það. "Það er bara gaman af því," segir hún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sólveig og Gísli hafa fengið fjölmörg verðlaun fyrir húsið sitt í gegnum árin þegar jólaskreytingasamkeppnir eru annars vegar. „Já bara afþakkaði þau, leyft fleirum að njóta, það er skemmtilegra. Ég hef ekki hugmynd um hvaða jólaperurnar á húsinu eru margar, ég ætla ekki að reyna að telja þær,“ segir Sólveig hlægjandi.
Árborg Jól Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira