Samstaða eða frjálshyggja? Skúli Helgason skrifar 31. desember 2021 08:01 Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt í þjóðlífinu. Faraldurinn hefur markað djúp spor í líf okkar allra og hversdagslegur veruleiki hefur tekið stakkaskiptum með stöðugum hraðprófum, sóttkví, einangrun og röskun á daglegu lífi. Sterk samstaða þjóðarinnar um nauðsyn sóttvarnaraðgerða hefur verið aðalsmerki okkar í gegnum faraldurinn. Við þurfum að hafa úthald til að klára þá vakt þó vissulega hafi borið á auknu viðnámi tiltekinna einstaklinga og hópa á undanförnum mánuðum, sem er að sumu leyti skiljanlegt þegar við höfum staðið í þessari orrahríð í næstum tvö ár. En það segir líka sína sögu að smittölur hafa margfaldast og náð svimandi hæðum einmitt þegar brestir hafa komið í samstöðuna. Þetta er ekki tíminn til að láta frjálshyggjuviðhorf ná yfirhöndinni. Við þurfum áfram að standa saman og einsetja okkur að ná faraldrinum á viðráðanlegt stig á næstu vikum með því að vera skynsöm og verja okkur og náungann fyrir smitum – og heilbrigðiskerfið gagnvart lamandi álagi með skynsamlegum sóttvörnum. Ég vil sérstaklega nota tækifærið og þakka starfsfólki og stjórnendum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila og félagsmiðstöðva fyrir afburða frammistöðu á árinu, fagmennsku og þolinmæði, lausnamiðaða hugsun og útsjónarsemi við að halda sem mest óskertu starfi meðan víða um lönd hefur skólum einfaldlega verið lokað um lengri eða skemmri tíma. Kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk menntastofnana hefur sannarlega verið framlínustarfsfólk í lykilhlutverki engu síður en starfsfólk heilbrigðisstofnana og á þessi vaska sveit sannarlega heiður skilinn. Aukinn stuðningur við börn Á áramótum er mér efst í huga að jafnaðarhugsjónin um jöfn tækifæri allra – ekki síst barna til að nýta hæfileika sína og láta drauma sína rætast – á meira erindi en nokkru sinni. Við þurfum að gæta sérstaklega vel að því í miðjum heimsfaraldri að auka stuðning við börn með fjölþættan vanda, börn með annað móðurmál en íslensku, börn sem hafa dregist aftur úr í námi og þau sem glíma við andlega vanlíðan og veikindi. Við höfum lagt góðan grunn á árinu með því að þétta raðir skóla- og velferðarþjónustu með samstarfsverkefninu Betri borg fyrir börn sem verður innleitt í öllum hverfum borgarinnar frá og með áramótum. Samhliða því hefur verið veitt meira fjármagni í að bæta þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga í skólaþjónustunni og mæta þannig aukinni eftirspurn barnafjölskyldna ekki síst vegna COVID-álags. Jöfnuður er rauður þráður Risaskref var stigið í haust í að bæta fjármögnun grunnskólanna með nýju rekstrarlíkani sem skilar 1,5 milljörðum til viðbótar í þessa mikilvægu grunnstoð menntunar í landinu. Þarna er jafnaðarstefnan líka leiðarljós sem birtist í auknu tilliti til félagslegra aðstæðna sem mun gagnast sérstaklega skólum í hverfum þar sem efnahagsleg og félagsleg staða fjölskyldna er þrengri en annars staðar. Í desember samþykktum við í borgarstjórn að bæta enn móttöku barna með annað móðurmál en íslensku og á komandi hausti verða stofnuð tvö ný íslenskuver sem gera kleift að bjóða nemendum sem eru að flytjast til borgarinnar frá ólíkum tungumálasvæðum meiri og markvissari íslenskukennslu frá fyrsta degi. Ný aðgerðaáætlun menntastefnu Ný menntastefna borgarinnar hefur verið okkar siglingakort undanfarin þrjú ár og skerpt vel á forgangsröðun í málaflokknum. Ný áætlun um almennar aðgerðir var samþykkt í nóvember og þar er fyrsta að telja áherslu á loftslagsmál, vitundarvakningu og aðgerðir í skóla- og frístundastarfi með sérstakri áherslu á grunnskólana. Á því sviði höfum við tekið upp samstarf við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir, Landvernd, Sorpu og Faxaflóahafnir um verkefnið Grænskjái, sem kortleggur kolefnisfótspor í grunnskólum og virkjar nemendur og kennara til aðgerða í nærumhverfinu. Grænskjáir hafa þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendum vettvangi og unnu til verðlauna Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. Aðgerðaáætlun menntastefnu geymir líka áherslu á heilbrigði, þar með talið geðrækt sem verður sífellt mikilvægara verkefni til að tryggja velferð barna í skóla- og frístundastarfi. Börnum verður að líða vel svo þeim gangi vel í skólanum. Viðburðaríkt ár framundan Næsta vor göngum við til kosninga í borginni og þá verður ekki síst tekist á um það í hvers konar borg við viljum lifa. Viljum við græna borg sem tekst á við loftslagsvandann með ábyrgri og hugrakkri stefnu í samgöngu- og skipulagsmálum, borg heilbrigðis og jafnaðar sem hugar vel að menntun og velferð barnafjölskyldna? Eða viljum við fara til baka í gráa borg þar sem borgarskipulag þjónar fyrst og fremst einkabílnum með tilheyrandi mengun, umferðartöfum, dýrmætu landi undir bílastæði og þar fram eftir götunum? Skýrt val Samfylkingin er tilbúin að leiða áfram samstarf meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Samstarf Samfylkingarinnar við Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur verið afar farsælt á kjörtímabilinu og þar ræður ferð einlægur vilji til að gera enn betur með því að tryggja ábyrgar lausnir í loftslagsmálum, öflugar almenningssamgöngur með Borgarlínu, blómlega þétta byggð um alla borg, metnaðarfullt skóla- og frístundastarf og velferðarþjónustu í fremstu röð. Vonandi verður framhald þar á, því einstaklingshyggja nýfrjálshyggjunnar er ekki vænleg leið til að skapa gott borgarsamfélag. Samstaða og jöfnuður eru og verða áfram lykillinn að farsælli stjórn borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skúli Helgason Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt í þjóðlífinu. Faraldurinn hefur markað djúp spor í líf okkar allra og hversdagslegur veruleiki hefur tekið stakkaskiptum með stöðugum hraðprófum, sóttkví, einangrun og röskun á daglegu lífi. Sterk samstaða þjóðarinnar um nauðsyn sóttvarnaraðgerða hefur verið aðalsmerki okkar í gegnum faraldurinn. Við þurfum að hafa úthald til að klára þá vakt þó vissulega hafi borið á auknu viðnámi tiltekinna einstaklinga og hópa á undanförnum mánuðum, sem er að sumu leyti skiljanlegt þegar við höfum staðið í þessari orrahríð í næstum tvö ár. En það segir líka sína sögu að smittölur hafa margfaldast og náð svimandi hæðum einmitt þegar brestir hafa komið í samstöðuna. Þetta er ekki tíminn til að láta frjálshyggjuviðhorf ná yfirhöndinni. Við þurfum áfram að standa saman og einsetja okkur að ná faraldrinum á viðráðanlegt stig á næstu vikum með því að vera skynsöm og verja okkur og náungann fyrir smitum – og heilbrigðiskerfið gagnvart lamandi álagi með skynsamlegum sóttvörnum. Ég vil sérstaklega nota tækifærið og þakka starfsfólki og stjórnendum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila og félagsmiðstöðva fyrir afburða frammistöðu á árinu, fagmennsku og þolinmæði, lausnamiðaða hugsun og útsjónarsemi við að halda sem mest óskertu starfi meðan víða um lönd hefur skólum einfaldlega verið lokað um lengri eða skemmri tíma. Kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk menntastofnana hefur sannarlega verið framlínustarfsfólk í lykilhlutverki engu síður en starfsfólk heilbrigðisstofnana og á þessi vaska sveit sannarlega heiður skilinn. Aukinn stuðningur við börn Á áramótum er mér efst í huga að jafnaðarhugsjónin um jöfn tækifæri allra – ekki síst barna til að nýta hæfileika sína og láta drauma sína rætast – á meira erindi en nokkru sinni. Við þurfum að gæta sérstaklega vel að því í miðjum heimsfaraldri að auka stuðning við börn með fjölþættan vanda, börn með annað móðurmál en íslensku, börn sem hafa dregist aftur úr í námi og þau sem glíma við andlega vanlíðan og veikindi. Við höfum lagt góðan grunn á árinu með því að þétta raðir skóla- og velferðarþjónustu með samstarfsverkefninu Betri borg fyrir börn sem verður innleitt í öllum hverfum borgarinnar frá og með áramótum. Samhliða því hefur verið veitt meira fjármagni í að bæta þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga í skólaþjónustunni og mæta þannig aukinni eftirspurn barnafjölskyldna ekki síst vegna COVID-álags. Jöfnuður er rauður þráður Risaskref var stigið í haust í að bæta fjármögnun grunnskólanna með nýju rekstrarlíkani sem skilar 1,5 milljörðum til viðbótar í þessa mikilvægu grunnstoð menntunar í landinu. Þarna er jafnaðarstefnan líka leiðarljós sem birtist í auknu tilliti til félagslegra aðstæðna sem mun gagnast sérstaklega skólum í hverfum þar sem efnahagsleg og félagsleg staða fjölskyldna er þrengri en annars staðar. Í desember samþykktum við í borgarstjórn að bæta enn móttöku barna með annað móðurmál en íslensku og á komandi hausti verða stofnuð tvö ný íslenskuver sem gera kleift að bjóða nemendum sem eru að flytjast til borgarinnar frá ólíkum tungumálasvæðum meiri og markvissari íslenskukennslu frá fyrsta degi. Ný aðgerðaáætlun menntastefnu Ný menntastefna borgarinnar hefur verið okkar siglingakort undanfarin þrjú ár og skerpt vel á forgangsröðun í málaflokknum. Ný áætlun um almennar aðgerðir var samþykkt í nóvember og þar er fyrsta að telja áherslu á loftslagsmál, vitundarvakningu og aðgerðir í skóla- og frístundastarfi með sérstakri áherslu á grunnskólana. Á því sviði höfum við tekið upp samstarf við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir, Landvernd, Sorpu og Faxaflóahafnir um verkefnið Grænskjái, sem kortleggur kolefnisfótspor í grunnskólum og virkjar nemendur og kennara til aðgerða í nærumhverfinu. Grænskjáir hafa þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendum vettvangi og unnu til verðlauna Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. Aðgerðaáætlun menntastefnu geymir líka áherslu á heilbrigði, þar með talið geðrækt sem verður sífellt mikilvægara verkefni til að tryggja velferð barna í skóla- og frístundastarfi. Börnum verður að líða vel svo þeim gangi vel í skólanum. Viðburðaríkt ár framundan Næsta vor göngum við til kosninga í borginni og þá verður ekki síst tekist á um það í hvers konar borg við viljum lifa. Viljum við græna borg sem tekst á við loftslagsvandann með ábyrgri og hugrakkri stefnu í samgöngu- og skipulagsmálum, borg heilbrigðis og jafnaðar sem hugar vel að menntun og velferð barnafjölskyldna? Eða viljum við fara til baka í gráa borg þar sem borgarskipulag þjónar fyrst og fremst einkabílnum með tilheyrandi mengun, umferðartöfum, dýrmætu landi undir bílastæði og þar fram eftir götunum? Skýrt val Samfylkingin er tilbúin að leiða áfram samstarf meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Samstarf Samfylkingarinnar við Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur verið afar farsælt á kjörtímabilinu og þar ræður ferð einlægur vilji til að gera enn betur með því að tryggja ábyrgar lausnir í loftslagsmálum, öflugar almenningssamgöngur með Borgarlínu, blómlega þétta byggð um alla borg, metnaðarfullt skóla- og frístundastarf og velferðarþjónustu í fremstu röð. Vonandi verður framhald þar á, því einstaklingshyggja nýfrjálshyggjunnar er ekki vænleg leið til að skapa gott borgarsamfélag. Samstaða og jöfnuður eru og verða áfram lykillinn að farsælli stjórn borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun