Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2022 13:31 Hrunamannahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem berst fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum Árnessýslu en innan þess sveitarfélags er þorpið Flúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“. Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“.
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira