Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 12:16 Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla. Vísir/Friðrik Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira