Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 10:36 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid-19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. „Sjálf lenti ég í einangrun, fékk Covid fyrir jól og þá svona finnur maður á eigin skinni hversu ótrúlega góð maskína þetta er. Sjálfvirknin er orðin mjög mikil í Covid-göngudeildinni. Þetta er ekki eins og þetta var í fyrstu þegar það var hringt í alla því nú er þetta orðin sjálfvirkni og þú merkir þig og þitt heilsufar og hvort þú þurfir símhringingu eða ekki,“ segir Guðlaug í Bítinu á Bylgjunni. Guðlaug bendir á að um sjö þúsund manns séu skráðir í Covid-göngudeild, en allir þeir sem greinast fara sjálfkrafa á lista á deildinni. „Veiran er alveg á fullri ferð í samfélaginu og starfsmenn Landspítalans fara ekkert varhluta af því.“ Aðspurð vill hún ekki meina að spítalinn hafi verið illa rekinn. „Ég myndi segja að spítalinn hafi að mörgu leyti verið vel rekinn, en það þarf meira fjármagn, það er alveg ljóst. Við höfum rætt það í mjög langan tíma. Kannski má breyta ýmsu innanhúss, fara öðruvísi með og forgangsraða öðruvísi. Það er ekki hafið yfir gagnrýni,“ segir Guðlaug. Spítalinn þurfi 1,7 milljarða til að halda óbreyttum rekstri. „Þá erum við ekki að tala um neinar sérstakar framfarir, en óbreyttan rekstur og ekki að tala um miklar breytingar í þjónustunni.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaugu Rakel í spilaranum hér fyrir neðan. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
„Sjálf lenti ég í einangrun, fékk Covid fyrir jól og þá svona finnur maður á eigin skinni hversu ótrúlega góð maskína þetta er. Sjálfvirknin er orðin mjög mikil í Covid-göngudeildinni. Þetta er ekki eins og þetta var í fyrstu þegar það var hringt í alla því nú er þetta orðin sjálfvirkni og þú merkir þig og þitt heilsufar og hvort þú þurfir símhringingu eða ekki,“ segir Guðlaug í Bítinu á Bylgjunni. Guðlaug bendir á að um sjö þúsund manns séu skráðir í Covid-göngudeild, en allir þeir sem greinast fara sjálfkrafa á lista á deildinni. „Veiran er alveg á fullri ferð í samfélaginu og starfsmenn Landspítalans fara ekkert varhluta af því.“ Aðspurð vill hún ekki meina að spítalinn hafi verið illa rekinn. „Ég myndi segja að spítalinn hafi að mörgu leyti verið vel rekinn, en það þarf meira fjármagn, það er alveg ljóst. Við höfum rætt það í mjög langan tíma. Kannski má breyta ýmsu innanhúss, fara öðruvísi með og forgangsraða öðruvísi. Það er ekki hafið yfir gagnrýni,“ segir Guðlaug. Spítalinn þurfi 1,7 milljarða til að halda óbreyttum rekstri. „Þá erum við ekki að tala um neinar sérstakar framfarir, en óbreyttan rekstur og ekki að tala um miklar breytingar í þjónustunni.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaugu Rakel í spilaranum hér fyrir neðan.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira