„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Vésteinn Örn Pétursson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 18:10 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. „Það er auðvitað þannig að aðstæðurnar eru breytilegar og ég held að mikið af skólum geti farið af stað, alveg sama hvort það eru leik-, grunn- eða framhaldsskólar, og það eru allir að gera sitt besta í því, enda vitum við að skólastofnanirnar eru gríðarlega mikilvægar. Þetta er ekki bara menntun, heldur er þetta fastinn í lífi margra barna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Hann bendir á að Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt ríka áherslu á að skólum yrði haldið opnum eins mikið og kostur væri, þeim yrði lokað síðast og þeir opnaðir fyrst. „Af því að menn vita hversu mikilvægt þetta er fyrir börn og ungmenni, að geta tekið þátt í reglulegu starfi.“ Þegar fréttastofa ræddi við Ásmund Einar var hann nýkominn af samráðsfundi nýstofnaðs samráðsvettvangs þeirra aðila sem koma að skólastarfi. Hann sagðist eiga von á að skólahald gæti víða farið af stað með reglubundnum hætti, þó sums staðar yrðu einhverjar takmarkanir. „Verkefnið fram undan er að reyna að halda skólum opnum og gangandi, og við munum síðan þurfa að glíma við ýmis vandamál sem því tengjast. Það verður verkefni þessa nýja samráðsvettvangs, að taka til þeirra vandamála.“ Ráðherrann segir að hinn nýi samráðsvettvangur muni funda daglega um stöðu mála í skólakerfinu og taka á vandamálum sem upp kunni að koma. „Vegna þess að sameiginlega teljum við að við getum haldið ótrúlega mörgum skólum opnum og gangandi,“ segir Ásmundur Einar. Nágrannalönd í sömu stöðu Aðspurður hvort hann óttaðist ekki að aukin útbreiðsla kórónuveirusmita myndi einfaldlega valda því að skólastarfi yrði fljótlega sjálfhætt eftir að það hæfist, sagði Ásmundur Einar að öll nágrannalönd Íslands væru að glíma við sama vandamálið. „Við erum nýbúin að fá samantekt frá utanríkisráðuneytinu um skólahald í öllum helstu löndum sem við berum okkur saman við. Þar eru allir að reyna að setja skólastarf af stað með eins reglulegum hætti og mögulegt er. Af hverju? Jú, vegna þess sem ég rakti hér áðan,“ sagði Ásmundur Einar og ítrekaði þannig mikilvægi þess fyrir börn og ungmenni að halda rútínu. „Börn hafa fært mjög miklar fórnir í Covid-faraldrinum og það er gríðarlega mikilvægt að skólum sé haldið gangandi eins og kostur er.“ Heiðarlegur með áskoranirnar sem bíða Ásmundur Einar sagði þá mögulegt að hætta þyrfti skólastarfi í einhverjum skólum, á einhverjum tímapunkti. Raunar væru mjög miklar líkur á því að slík staða kæmi upp. „En það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi,“ segir Ásmundur Einar og kveður alla hagaðila sem koma að skólastarfi taka undir þá afstöðu. Hann sagði að víða um heim væru félagslegar afleiðingar þess á börn að mæta ekki í skóla og taka ekki þátt í daglegu lífi. Því væri um mikið hagsmunamál að ræða. „En það verður áskorun og það er bara heiðarlegt að viðurkenna það.“ Önnur lönd bjóði ekki upp á bólusetningar barna Þann 10. janúar er ráðgert að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára, tæpri viku eftir að skólahald hefst. Aðspurður hvort ekki hefði átt að bíða þar til búið væri að bjóða upp á bólusetningu þess hóps benti Ásmundur á að nágrannalönd Íslands væru ekki að fara að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn, en ætluðu samt að halda skólum opnum. „Síðan fara þær bólusetningar af stað fyrir þær fjölskyldur og þau börn sem það vilja, en engu að síður þarf skólastarfið að vera gangandi og það á að vera grundvallarforsenda að við gerum það með þeim hætti sem við getum.“ Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
„Það er auðvitað þannig að aðstæðurnar eru breytilegar og ég held að mikið af skólum geti farið af stað, alveg sama hvort það eru leik-, grunn- eða framhaldsskólar, og það eru allir að gera sitt besta í því, enda vitum við að skólastofnanirnar eru gríðarlega mikilvægar. Þetta er ekki bara menntun, heldur er þetta fastinn í lífi margra barna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Hann bendir á að Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt ríka áherslu á að skólum yrði haldið opnum eins mikið og kostur væri, þeim yrði lokað síðast og þeir opnaðir fyrst. „Af því að menn vita hversu mikilvægt þetta er fyrir börn og ungmenni, að geta tekið þátt í reglulegu starfi.“ Þegar fréttastofa ræddi við Ásmund Einar var hann nýkominn af samráðsfundi nýstofnaðs samráðsvettvangs þeirra aðila sem koma að skólastarfi. Hann sagðist eiga von á að skólahald gæti víða farið af stað með reglubundnum hætti, þó sums staðar yrðu einhverjar takmarkanir. „Verkefnið fram undan er að reyna að halda skólum opnum og gangandi, og við munum síðan þurfa að glíma við ýmis vandamál sem því tengjast. Það verður verkefni þessa nýja samráðsvettvangs, að taka til þeirra vandamála.“ Ráðherrann segir að hinn nýi samráðsvettvangur muni funda daglega um stöðu mála í skólakerfinu og taka á vandamálum sem upp kunni að koma. „Vegna þess að sameiginlega teljum við að við getum haldið ótrúlega mörgum skólum opnum og gangandi,“ segir Ásmundur Einar. Nágrannalönd í sömu stöðu Aðspurður hvort hann óttaðist ekki að aukin útbreiðsla kórónuveirusmita myndi einfaldlega valda því að skólastarfi yrði fljótlega sjálfhætt eftir að það hæfist, sagði Ásmundur Einar að öll nágrannalönd Íslands væru að glíma við sama vandamálið. „Við erum nýbúin að fá samantekt frá utanríkisráðuneytinu um skólahald í öllum helstu löndum sem við berum okkur saman við. Þar eru allir að reyna að setja skólastarf af stað með eins reglulegum hætti og mögulegt er. Af hverju? Jú, vegna þess sem ég rakti hér áðan,“ sagði Ásmundur Einar og ítrekaði þannig mikilvægi þess fyrir börn og ungmenni að halda rútínu. „Börn hafa fært mjög miklar fórnir í Covid-faraldrinum og það er gríðarlega mikilvægt að skólum sé haldið gangandi eins og kostur er.“ Heiðarlegur með áskoranirnar sem bíða Ásmundur Einar sagði þá mögulegt að hætta þyrfti skólastarfi í einhverjum skólum, á einhverjum tímapunkti. Raunar væru mjög miklar líkur á því að slík staða kæmi upp. „En það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi,“ segir Ásmundur Einar og kveður alla hagaðila sem koma að skólastarfi taka undir þá afstöðu. Hann sagði að víða um heim væru félagslegar afleiðingar þess á börn að mæta ekki í skóla og taka ekki þátt í daglegu lífi. Því væri um mikið hagsmunamál að ræða. „En það verður áskorun og það er bara heiðarlegt að viðurkenna það.“ Önnur lönd bjóði ekki upp á bólusetningar barna Þann 10. janúar er ráðgert að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára, tæpri viku eftir að skólahald hefst. Aðspurður hvort ekki hefði átt að bíða þar til búið væri að bjóða upp á bólusetningu þess hóps benti Ásmundur á að nágrannalönd Íslands væru ekki að fara að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn, en ætluðu samt að halda skólum opnum. „Síðan fara þær bólusetningar af stað fyrir þær fjölskyldur og þau börn sem það vilja, en engu að síður þarf skólastarfið að vera gangandi og það á að vera grundvallarforsenda að við gerum það með þeim hætti sem við getum.“
Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira