Hafa ekki bæði efni á upphitun húsa og mat fyrir börnin Heimsljós 4. janúar 2022 11:15 WFP Yfir 500 milljónir Bandaríkjadala þarf fyrir maí á þessu ári til að bregðast við neyðinni í Sýrlandi. „Mæður tjáðu mér að á komandi vetri verði þær milli steins og sleggju, annað hvort þurfi þær að gefa börnum sínum að borða og láta þau frjósa, eða halda á þeim hita og láta þau svelta. Þær hafi ekki efni á bæði kyndingu og mat,“ sagði David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) undir lok síðasta árs eftir heimsókn til Sýrlands. Stofnunin þarf yfir 500 milljónir Bandaríkjadala fyrir maí á þessu ári til að bregðast við neyðinni í landinu. „Fleiri Sýrlendingar en nokkru sinni þurfa að velta fyrir sér hvernig þeir komast í gegnum daginn með tómum kæliskápum, minnkandi matarskömmum og mörkuðum fullum af vörum sem þeir hafa ekki lengur efni á að kaupa,“ segir í yfirlitsgrein frá WFP um hörmulegt ástand í Sýrlandi þar sem stofnunin veitti 5,7 milljónum íbúa matvælaaðstoð á nýliðnu ári. WFP Í mars síðastliðnum var þess minnst að stríðsátökin í Sýrlandi hefðu staðið yfir í heilan áratug. Þá gerði WFP ítarlega könnun á matvælaóörygginu í landinu sem leiddi í ljós að það hafði versnað til muna. Á aðeins einu ári höfðu 4,5 milljónir íbúa bæst í hóp þeirra sem höfðu vart til hnífs og skeiðar. Samtals 12,4 milljónir Sýrlendinga gátu ekki brauðfætt sig, fleiri en nokkru sinni fyrr. „Eftir átök í áratug var lífsbaráttan harðari en áður fyrir meirihluta sýrlenskra fjölskyldna. Árið 2021 voru 6,8 milljónir manna á vergangi að berjast við að endurreisa tilveru sína eftir fjölda ára harmleik, óvissu og ólýsanlegan missi. Vonin um frið lifir en á sama tíma hafa margar fjölskyldur klárað sparifé sitt og geta ekki tekist á við efnahagskreppuna. Allt árið urðu nauðsynjar dýrari en áður og samtímis féll gengi sýrlenska pundsins. Fjölskyldur náðu ekki endum saman.“ WFP Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein af áherslustofnunum íslenskra stjórnvalda í mannúðaraðstoð. Þau veita kjarnaframlög til stofnunarinnar í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá WFP eftir föngum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent
„Mæður tjáðu mér að á komandi vetri verði þær milli steins og sleggju, annað hvort þurfi þær að gefa börnum sínum að borða og láta þau frjósa, eða halda á þeim hita og láta þau svelta. Þær hafi ekki efni á bæði kyndingu og mat,“ sagði David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) undir lok síðasta árs eftir heimsókn til Sýrlands. Stofnunin þarf yfir 500 milljónir Bandaríkjadala fyrir maí á þessu ári til að bregðast við neyðinni í landinu. „Fleiri Sýrlendingar en nokkru sinni þurfa að velta fyrir sér hvernig þeir komast í gegnum daginn með tómum kæliskápum, minnkandi matarskömmum og mörkuðum fullum af vörum sem þeir hafa ekki lengur efni á að kaupa,“ segir í yfirlitsgrein frá WFP um hörmulegt ástand í Sýrlandi þar sem stofnunin veitti 5,7 milljónum íbúa matvælaaðstoð á nýliðnu ári. WFP Í mars síðastliðnum var þess minnst að stríðsátökin í Sýrlandi hefðu staðið yfir í heilan áratug. Þá gerði WFP ítarlega könnun á matvælaóörygginu í landinu sem leiddi í ljós að það hafði versnað til muna. Á aðeins einu ári höfðu 4,5 milljónir íbúa bæst í hóp þeirra sem höfðu vart til hnífs og skeiðar. Samtals 12,4 milljónir Sýrlendinga gátu ekki brauðfætt sig, fleiri en nokkru sinni fyrr. „Eftir átök í áratug var lífsbaráttan harðari en áður fyrir meirihluta sýrlenskra fjölskyldna. Árið 2021 voru 6,8 milljónir manna á vergangi að berjast við að endurreisa tilveru sína eftir fjölda ára harmleik, óvissu og ólýsanlegan missi. Vonin um frið lifir en á sama tíma hafa margar fjölskyldur klárað sparifé sitt og geta ekki tekist á við efnahagskreppuna. Allt árið urðu nauðsynjar dýrari en áður og samtímis féll gengi sýrlenska pundsins. Fjölskyldur náðu ekki endum saman.“ WFP Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein af áherslustofnunum íslenskra stjórnvalda í mannúðaraðstoð. Þau veita kjarnaframlög til stofnunarinnar í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá WFP eftir föngum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent