Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2022 12:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa séð neinar tillögur um sóttvarnaaðgerðir hjá þeim þingmönnum sem eru á móti þeim. Vísir Wilhelm Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira