Agnieszka styður Ólöfu Helgu og vill aftur verða varaformaður Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2022 08:16 Agnieszka Ewa Ziółkowska og Ólöf Helga Adolfsdóttir. Efling Agnieszka Ewa Ziółkowska, formaður Eflingar, segist ekki ætla að bjóða sig fram til embættis formanns Eflingar. Hún lýsir yfir stuðningi við framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur og segist vilja starfa sem varaformaður félagsins. Agnieszka segir frá þessu í færslu á Facebook í gær, en Agnieszka Ewa, sem var varaformaður Eflingar, tók við embætti formanns félagsins eftir afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur í haust. Ólöf Helga tók þá við embætti varaformanns, en hún tilkynnti um framboð sitt til formanns í gær. Agnieszka segir að þær Ólöf hafi leitt Eflingu í gegnum strembna tíma, tryggt þjónustu við félagsfólk og lagt drög að næsta starfsári sem muni verða annasamt bæði innan hreyfingarinnar og út á við. „Margir hafa spurt mig hvort ég vilji gefa kost á mér í embætti formanns. Svarið við því er að ég er kjörin varaformaður fram til ársins 2023. Það er það embætti sem ég bauð mig fram til og hef áhuga á að sinna. Ég hef verið ábyrg fyrir vinnustaðaeftirliti Eflingar og tekið þátt í baráttu gegn brotum á réttindum launafólks. Sjálf hef ég upplifað slík réttindabrot og vil halda þeirri baráttu áfram sem varaformaður í náinni áframhaldandi samvinnu við Ólöfu Helgu. Ég vil gjarnan vinna með nýrri stjórn Eflingar sem varaformaður að þessum verkefnum og öllum þeim verkefnum sem okkar bíða á þessu ári. Ég ber fullt traust til Ólafar Helgu og lýsi yfir stuðningi við framboð hennar til formanns Eflingar.“ Auk Ólafar Helgu hefur Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, tilkynnt um framboð til formanns. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Agnieszka segir frá þessu í færslu á Facebook í gær, en Agnieszka Ewa, sem var varaformaður Eflingar, tók við embætti formanns félagsins eftir afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur í haust. Ólöf Helga tók þá við embætti varaformanns, en hún tilkynnti um framboð sitt til formanns í gær. Agnieszka segir að þær Ólöf hafi leitt Eflingu í gegnum strembna tíma, tryggt þjónustu við félagsfólk og lagt drög að næsta starfsári sem muni verða annasamt bæði innan hreyfingarinnar og út á við. „Margir hafa spurt mig hvort ég vilji gefa kost á mér í embætti formanns. Svarið við því er að ég er kjörin varaformaður fram til ársins 2023. Það er það embætti sem ég bauð mig fram til og hef áhuga á að sinna. Ég hef verið ábyrg fyrir vinnustaðaeftirliti Eflingar og tekið þátt í baráttu gegn brotum á réttindum launafólks. Sjálf hef ég upplifað slík réttindabrot og vil halda þeirri baráttu áfram sem varaformaður í náinni áframhaldandi samvinnu við Ólöfu Helgu. Ég vil gjarnan vinna með nýrri stjórn Eflingar sem varaformaður að þessum verkefnum og öllum þeim verkefnum sem okkar bíða á þessu ári. Ég ber fullt traust til Ólafar Helgu og lýsi yfir stuðningi við framboð hennar til formanns Eflingar.“ Auk Ólafar Helgu hefur Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, tilkynnt um framboð til formanns.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50
Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01