Margir leikmenn sagðir vilja komast í burtu frá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 10:31 Ralf Rangnick eftir tapleik Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford á mánudagskvöldið. Getty/Gareth Copley Það er ljóst að næstu vikur og mánuðir verða mjög krefjandi fyrir Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra Manchester United. Rangnick tapaði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri United á mánudagskvöldið og ósannfærandi spilamennska liðsins kallaði á mikla gagnrýni frá helstu sérfræðingum. PAPER TALK Man Utd exodus on the cards? Chelsea hope to retain Rudiger Arsenal defender set for Roma#mufc #cfc #afchttps://t.co/qA2ZGNYDSF— TEAMtalk (@TEAMtalk) January 5, 2022 Knattspyrnuspekingar eru flestir á því að honum hafi ekki tekist að fá stórstjörnur United til að vinna saman og það líti hreinlega út fyrir að leikmenn geri bara það sem þeim langar til inn á vellinum. Það eru líka farnar að heyrast mikið af óánægjuröddum innan úr herbúðum liðsins og það virðast vera margir ósáttir í klefanum. Í nýrri frétt frá Daily Mirror er sagt frá því að ellefu leikmenn liðsins vilji yfirgefa Manchester United í janúarglugganum. Rangnick mætti á Old Trafford í lok nóvember 2021 eftir að Ole Gunnar Solskjaer var rekinn. Hann á að stýra liðinu fram á sumar þegar nýr framtíðarstjóri liðsins verður ráðinn. Hinn 63 ára gamli þýski knattspyrnustjóri er í fyrsta sinn að stýra einu af stóru félögunum í knattspyrnuheiminum og er í fyrsta sinn að glíma við mikla pressu og fullt af stórstjörnum í leikmannahópnum. 11 players want to leave Old Trafford! https://t.co/9fphX5pHaU— SPORTbible (@sportbible) January 5, 2022 Samkvæmt fyrrnefndri frétt eru það allt að ellefu leikmenn sem eru búnir að fá nóg og vilja komast í burtu. Margir leikmenn United eru sagðir lítt hrifnir af þjálfaraaðferðum Rangnick og hafa ekki trú á leikskipulagi hans. Jesse Lingard, Donny van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru meðal þeirra leikmanna sem vilja komast til annars liðs í janúar. Lingard hefur verið orðaður við Newcastle og West Ham en hann er að renna út á samningi í sumar. Van de Beek hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liðinu, hvorki hjá Solskjær né Rangnick. Bailly er farinn í Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni en hann hefur lítið fengið að spila með United í vetur. Henderson hefur lengi verið varamarkvörður David de Gea og þarf nauðsynlega að fá að fara að spila. Hann er að berjast um sæti í HM-hópi Englands og þarf mínútur, mögulega hjá Newcastle. Heimildarmaður Mirror segir ástandið í klefanum sé ekki gott og andrúmsloftið hjá félaginu er slæmt. Það lítur því út fyrir frekari vandræði hjá félaginu á næstunni. United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en næsti leikur liðsins er bikarleikur á móti Aston Villa á Old Trafford um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Rangnick tapaði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri United á mánudagskvöldið og ósannfærandi spilamennska liðsins kallaði á mikla gagnrýni frá helstu sérfræðingum. PAPER TALK Man Utd exodus on the cards? Chelsea hope to retain Rudiger Arsenal defender set for Roma#mufc #cfc #afchttps://t.co/qA2ZGNYDSF— TEAMtalk (@TEAMtalk) January 5, 2022 Knattspyrnuspekingar eru flestir á því að honum hafi ekki tekist að fá stórstjörnur United til að vinna saman og það líti hreinlega út fyrir að leikmenn geri bara það sem þeim langar til inn á vellinum. Það eru líka farnar að heyrast mikið af óánægjuröddum innan úr herbúðum liðsins og það virðast vera margir ósáttir í klefanum. Í nýrri frétt frá Daily Mirror er sagt frá því að ellefu leikmenn liðsins vilji yfirgefa Manchester United í janúarglugganum. Rangnick mætti á Old Trafford í lok nóvember 2021 eftir að Ole Gunnar Solskjaer var rekinn. Hann á að stýra liðinu fram á sumar þegar nýr framtíðarstjóri liðsins verður ráðinn. Hinn 63 ára gamli þýski knattspyrnustjóri er í fyrsta sinn að stýra einu af stóru félögunum í knattspyrnuheiminum og er í fyrsta sinn að glíma við mikla pressu og fullt af stórstjörnum í leikmannahópnum. 11 players want to leave Old Trafford! https://t.co/9fphX5pHaU— SPORTbible (@sportbible) January 5, 2022 Samkvæmt fyrrnefndri frétt eru það allt að ellefu leikmenn sem eru búnir að fá nóg og vilja komast í burtu. Margir leikmenn United eru sagðir lítt hrifnir af þjálfaraaðferðum Rangnick og hafa ekki trú á leikskipulagi hans. Jesse Lingard, Donny van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru meðal þeirra leikmanna sem vilja komast til annars liðs í janúar. Lingard hefur verið orðaður við Newcastle og West Ham en hann er að renna út á samningi í sumar. Van de Beek hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liðinu, hvorki hjá Solskjær né Rangnick. Bailly er farinn í Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni en hann hefur lítið fengið að spila með United í vetur. Henderson hefur lengi verið varamarkvörður David de Gea og þarf nauðsynlega að fá að fara að spila. Hann er að berjast um sæti í HM-hópi Englands og þarf mínútur, mögulega hjá Newcastle. Heimildarmaður Mirror segir ástandið í klefanum sé ekki gott og andrúmsloftið hjá félaginu er slæmt. Það lítur því út fyrir frekari vandræði hjá félaginu á næstunni. United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en næsti leikur liðsins er bikarleikur á móti Aston Villa á Old Trafford um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira