Sigríður Hulda vill fyrsta sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2022 07:56 Sigríður Hulda Jónsdóttir. Aðsend Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðifélaganna í Garðabæ sem haldið verður 5. mars næstkomandi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði Huldu, en ljóst er að nýr maður verður í brúnni hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ eftir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér. Í tilkynningunni kemur fram að Sigríður Hulda hafi tekið sæti sem bæjarfulltrúi í Garðabæ árið 2014. „Þá hafði hún verið formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ kjörtímabilið áður og formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar um árabil. Síðastliðin átta ár hefur Sigríður Hulda verið bæjarfulltrúi, varaformaður bæjaráðs, formaður skólanefndar, varamaður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var hún einnig forseti bæjarstjórnar. Á þessum árum hefur Sigríður Hulda komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, bæði með formlegum og óformlegum hætti s.s. að stofna þróunarsjóð við leik- og grunnskóla, stýra nefnd um val á aðkomutákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi og barnvænt bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á verkefninu Betri Garðabær ásamt öðrum bæjarfulltrúa og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, hefur einnig tilkynnt að hún bjóði sig fram til að leiða listann. Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49 Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13. desember 2021 20:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði Huldu, en ljóst er að nýr maður verður í brúnni hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ eftir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér. Í tilkynningunni kemur fram að Sigríður Hulda hafi tekið sæti sem bæjarfulltrúi í Garðabæ árið 2014. „Þá hafði hún verið formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ kjörtímabilið áður og formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar um árabil. Síðastliðin átta ár hefur Sigríður Hulda verið bæjarfulltrúi, varaformaður bæjaráðs, formaður skólanefndar, varamaður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var hún einnig forseti bæjarstjórnar. Á þessum árum hefur Sigríður Hulda komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, bæði með formlegum og óformlegum hætti s.s. að stofna þróunarsjóð við leik- og grunnskóla, stýra nefnd um val á aðkomutákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi og barnvænt bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á verkefninu Betri Garðabær ásamt öðrum bæjarfulltrúa og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, hefur einnig tilkynnt að hún bjóði sig fram til að leiða listann.
Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49 Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13. desember 2021 20:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49
Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13. desember 2021 20:31