Segir mataræði grunninn að því að losa sig við kviðfitu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2022 10:31 Þorbjörg er næringarþerapisti. Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur sérhæft sig í náttúrulegum leiðum til heilbrigðara lífs. Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira
Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira