Vilja láta rannsaka frestunina á undanúrslitaleik Liverpool og Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2022 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, greindi frá því eftir sigur liðsins gegn Shrewsburi í FA bikarnum að öll jákvæði prófin nema eitt hefðu verið fölsk. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Enski deildarbikarinn heyrir undir Ensku deildarkeppnina, EFL, en nú hafa samtökunum borist kvartanir eftir að Liverpool fékk fyrri undanúrslitaleik sínum gegn Arsenal síðastliðinn fimmtudag frestað. Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi. Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi.
Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira