Matvælastofnun rannsakar dularfullan hósta meðal hunda á höfuðborgarsvæðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2022 09:50 Hingað til hafa öll sýni sem prófuð hafa verið fyrir Covid-19 reynst neikvæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur sett af stað rannsókn í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hósta hjá hundum sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Í tilkynningu á vef MAST segir að smitandi öndunarfærasýking sé þekkt hjá hundum og kallist í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Í raun sé um að ræða lýsingu á sjúkdómseinkennum í efri öndunarvegi og orsakirnar geti verið margvíslegar; bæði veirur og bakteríur. Einkennin séu hósti, útferð úr nefi og augum og í sumum tilvikum slappleiki og lystarleysi. „Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins,“ segir í tilkynningunni. „Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit getur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum.“ Rétt er að leita til læknis ef hundar verða mjög slappir eða fá hækkaðan hita. Margir hundar eru bólusettir en dýralæknar hafa greint frá því að bæði bólusettir og óbólusettir virðist smitast af þeirri sýkingu sem nú er í gangi. Nú þegar hafi nokkrir dýralæknar látið kanna hvort um sé að ræða Covid-19 en öll sýnin hafi reynst neikvæð. Í rannsókn MAST og Tilraunastöðvarinnar verði meðal annars kannað hvort um geti veirð að ræða þekktar bakteríur, meðal annars bakteríu sem olli hósta og veikindum hjá hrossum fyrir nokkrum árum. „Til að minnka líkur á smiti í fríska hunda er rétt að gæta smitvarna, sérstaklega forðast nálægð við hunda með einkenni og síður að vera með hunda þar sem margir aðrir hundar koma saman, eins og t.d. á vinsælum hundaviðrunarsvæðum,“ segir á vef MAST, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um málið. Hundar Dýr Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að smitandi öndunarfærasýking sé þekkt hjá hundum og kallist í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Í raun sé um að ræða lýsingu á sjúkdómseinkennum í efri öndunarvegi og orsakirnar geti verið margvíslegar; bæði veirur og bakteríur. Einkennin séu hósti, útferð úr nefi og augum og í sumum tilvikum slappleiki og lystarleysi. „Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins,“ segir í tilkynningunni. „Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit getur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum.“ Rétt er að leita til læknis ef hundar verða mjög slappir eða fá hækkaðan hita. Margir hundar eru bólusettir en dýralæknar hafa greint frá því að bæði bólusettir og óbólusettir virðist smitast af þeirri sýkingu sem nú er í gangi. Nú þegar hafi nokkrir dýralæknar látið kanna hvort um sé að ræða Covid-19 en öll sýnin hafi reynst neikvæð. Í rannsókn MAST og Tilraunastöðvarinnar verði meðal annars kannað hvort um geti veirð að ræða þekktar bakteríur, meðal annars bakteríu sem olli hósta og veikindum hjá hrossum fyrir nokkrum árum. „Til að minnka líkur á smiti í fríska hunda er rétt að gæta smitvarna, sérstaklega forðast nálægð við hunda með einkenni og síður að vera með hunda þar sem margir aðrir hundar koma saman, eins og t.d. á vinsælum hundaviðrunarsvæðum,“ segir á vef MAST, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um málið.
Hundar Dýr Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira