Hefur beðið sárkvalinn í viku eftir aðgerð sem ekki er hægt að framkvæma vegna manneklu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 12:06 Svala Lind Ægisdóttir er móðir drengsins. vísir Drengur sem handleggsbrotnaði á þriðjudaginn í síðustu viku bíður enn eftir aðgerð sem ekki hefur verið hægt að framkvæma vegna manneklu á Landspítalanum. Móðir hans segir drenginn sárkvalinn og ekkert sé hægt að gera vegna stöðunnar á spítalanum. Á þriðjudaginn í síðustu viku lenti sonur Svölu Lindar Ægisdóttur í snjóbrettaslysi. Á bráðamóttöku kom í ljós að hann væri marghandleggsbrotinn og þyrfti á aðgerð að halda. „Hann er sendur heim með Parkódín Forte og sagt að bíða þar sem að ekki sé hægt að framkvæma aðgerð sem þarf að gera á honum, þar sem þarf að setja stálplötu í handlegginn á honum, vegna langra biðlista og undirmönnunar. Og að hann eigi bara að fara heim og bíða og það verði hringt í hann,“ sagði Svala Lind Ægisdóttir, móðir drengsins. Bíður við símann „Hann er búinn að bíða með símann í höndunum.“ Svörin sem hún fékk voru á þá leið að ekki væri hægt að framkvæma aðgerðina vegna manneklu á spítalanum. Í dag er liðin vika frá handleggsbrotinu og bíður hann enn kvalinn eftir aðgerðinni sem framkvæmd verður á fimmtudaginn, þá níu dögum eftir slysið. „Á sunnudagskvöld er hann aðframkominn af verkjum og gat varla staðið í lappirnar. Við förum þá aftur upp á bráðamóttöku og hann er skoðaður og athugað með blóðtappamyndun í hendi sem var ekki. Það reyndist erfitt að skoða hann þar sem spelkan var tekinn af og hann var svo kvalinn að það var ekki hægt að ómskoða allan handlegginn. “ Beið í sex tíma á ganginum Þar er hann sprautaður með morfíni, sendur aftur heim og sagt að koma aftur daginn eftir ef hann yrði ekki betri. „Þannig að við fórum þangað aftur í gær. Hann var kominn þangað um hálf fjögur og látinn sitja í hjólastól á ganginum í sex tíma. Þá fékk hann eina Paratabs og síðan var hann tekinn inn á stofu þar sem hann beið eftir bæklunarlækni sem athugaði með hvort það væri laust rúm fyrir hann svo það væri hægt að leggja hann inn fyrst að staðan væri orðin svona slæm.“ Hún segist ekkert geta gert og að lítið sé um upplýsingar. „Aldrei nokkurn tímann hélt ég að við myndum leita á bráðamóttöku og ekki fá þjónustu, aðstoð eða lækningu.“ Hún bað um að athugað yrði hvort hægt væri að framkvæma aðgerðina á Akureyri en hefur engin svör fengið. Landspítali á neyðarstigi Í skriflegu svari frá Landspítalanum kemur fram að forsvarsmenn spítlans tjái sig ekki um einstök mál. Vert sé að muna að spítalinn sé á neyðarstigi auk þess sem hann glími við mikla manneklu vegna Covid smitaðra starfsmanna. Við síkar aðstæður sé forgangsröðun mikilvæg en að miðað sé við að klára aðgerðir af þessu tagi innan tveggja vikna. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á þriðjudaginn í síðustu viku lenti sonur Svölu Lindar Ægisdóttur í snjóbrettaslysi. Á bráðamóttöku kom í ljós að hann væri marghandleggsbrotinn og þyrfti á aðgerð að halda. „Hann er sendur heim með Parkódín Forte og sagt að bíða þar sem að ekki sé hægt að framkvæma aðgerð sem þarf að gera á honum, þar sem þarf að setja stálplötu í handlegginn á honum, vegna langra biðlista og undirmönnunar. Og að hann eigi bara að fara heim og bíða og það verði hringt í hann,“ sagði Svala Lind Ægisdóttir, móðir drengsins. Bíður við símann „Hann er búinn að bíða með símann í höndunum.“ Svörin sem hún fékk voru á þá leið að ekki væri hægt að framkvæma aðgerðina vegna manneklu á spítalanum. Í dag er liðin vika frá handleggsbrotinu og bíður hann enn kvalinn eftir aðgerðinni sem framkvæmd verður á fimmtudaginn, þá níu dögum eftir slysið. „Á sunnudagskvöld er hann aðframkominn af verkjum og gat varla staðið í lappirnar. Við förum þá aftur upp á bráðamóttöku og hann er skoðaður og athugað með blóðtappamyndun í hendi sem var ekki. Það reyndist erfitt að skoða hann þar sem spelkan var tekinn af og hann var svo kvalinn að það var ekki hægt að ómskoða allan handlegginn. “ Beið í sex tíma á ganginum Þar er hann sprautaður með morfíni, sendur aftur heim og sagt að koma aftur daginn eftir ef hann yrði ekki betri. „Þannig að við fórum þangað aftur í gær. Hann var kominn þangað um hálf fjögur og látinn sitja í hjólastól á ganginum í sex tíma. Þá fékk hann eina Paratabs og síðan var hann tekinn inn á stofu þar sem hann beið eftir bæklunarlækni sem athugaði með hvort það væri laust rúm fyrir hann svo það væri hægt að leggja hann inn fyrst að staðan væri orðin svona slæm.“ Hún segist ekkert geta gert og að lítið sé um upplýsingar. „Aldrei nokkurn tímann hélt ég að við myndum leita á bráðamóttöku og ekki fá þjónustu, aðstoð eða lækningu.“ Hún bað um að athugað yrði hvort hægt væri að framkvæma aðgerðina á Akureyri en hefur engin svör fengið. Landspítali á neyðarstigi Í skriflegu svari frá Landspítalanum kemur fram að forsvarsmenn spítlans tjái sig ekki um einstök mál. Vert sé að muna að spítalinn sé á neyðarstigi auk þess sem hann glími við mikla manneklu vegna Covid smitaðra starfsmanna. Við síkar aðstæður sé forgangsröðun mikilvæg en að miðað sé við að klára aðgerðir af þessu tagi innan tveggja vikna.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira