Búinn að finna hinn þjóðþekkta slæma kafla hjá íslenska handboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 10:01 Aron Pálmarsson og félagar þurfa að passa sig á 49. til 55. mínútu því það er á þeim kafla þar sem gengi liðsins hefur oft verið slakt. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á enn eitt stórmótið en strákarnir okkar eru komnir til Búdapest til að keppa á EM 2022. Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira