„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2022 15:59 Edda, Bára Huld og Gunnar Ingi í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/vilhelm Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. Nefndi hann hvernig viðbrögð fyrrverandi forsætisráðherra og viðbrögð almennings hefðu orðið til þess að KB Banki hætti við Kaupréttarsamninga árið 2003. Gunnar Ingi var gestur Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag þar sem farið var um víðan völl hvað varðar kynferðisbrotamál. Hvað megi og megi ekki gera í umfjöllun. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Í framhaldinu hafa allir fimm á ein eða annan máta stigið til hliðar. Ekki liggur þó fyrir kæra í málinu og því spurning hvers vegna fyrirtæki hafi brugðist svona hratt við. Bára Huld Beck blaðamaður Kjarnans, einn gesta Pallborðsins, taldi ólíklegt að þetta hefði gerst fyrir fimm til tíu árum síðan. Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi taldi að fyrirtækin væru að reyna að bjarga eigin skinni frekar en að um einlæg viðbrögð þeirra væri að ræða. Annars hefðu fyrirtækin gripið til aðgerða í haust þegar ásakanirnar komu fram á samfélagsmiðlum. Vilja ekki tengja sig við slíka einstaklinga Gunnar Ingi, sem hefur endurtekið farið með mál sem snúa að ærumeiðingum fyrir Mannréttindadómstólinn og mætti kalla sérfræðing í slíkum málum hvað lögin varðar, sagði að mál sem þessi snúi að almenningsáliti gagnvart þeim. Þar rugli fólk stundum saman annars vegar málum þar sem menn eru sakaðir um refsiverða háttsemi og svo hins vegar mál sem almenningur hefur óbeit á. Klippa: Gagnvart fyrirtækjunum snýst þetta um að aftengja sig þessu Gagnvart þessum fyrirtækjum vilja þau væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg,“ sagði Gunnar Ingi. Mörg dæmi megi nefna varðandi það hvernig almenningsálitið hafi spilað hlutverk í ákvörðun fyrirtækja. Nefndi hann sem dæmi þegar upplýst var um kaupréttarsamninga Kaupþings Búnaðarbanka við helstu stjórnendur bankans, þá Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra og Sigurð Einarsson stjórnarformann. Þetta var í nóvember 2003. Topparnir fengu samninga á sérkjörum Almenningi blöskraði þeir samningar sem gerðir höfðu verið við stjórnendur bankans. Sömuleiðis Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Þetta er þekkt dæmi, fyrir ekki einu sinni tuttugu árum síðan, þegar forsætisráðherra landsins gekk inn í útibú með fjölmiðlaskara á eftir sér,“ sagði Gunnar Ingi. Davíð gekk eftir hádegi 21. nóvember inn í aðalútibú Kaupþings Búnaðarbanka í Austurstræti og tók út 400 þúsund krónur af bankabók sinni. Sagðist hann ekki geta hugsað sér að geyma fé í banka sem gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti, og vísaði til kaupréttarsamninganna. Umfjöllun Morgunblaðsins um málið þann 22. nóvember 2003. „Þetta leiddi til þess að hlutabréfaverð í bankanum lækkaði og hætt var við þessa kaupréttarsamninga,“ sagði Gunnar Ingi. Hlutirnir eru að breyast Á þennan hátt geti almenningur haft skoðun á háttsemi fyrirtækja og stjórnenda þess. Það sé tilfellið í máli Vítalíu og fimmmenninganna. „Almenningi mislíkar þessi háttsemi. Gagnvart fyrirtækjunum snýst þetta um að aftengja sig þessu. Það liggur engin kæra fyrir í þessu máli, eftir því sem ég best veit, en ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli,“ sagði Gunnar. Edda sagðist ekki hafa trú á því að þessir menn verði komnir aftur í stjórnir eða sín fyrri störf eftir stuttan tíma. „Ég held að þetta sé ekki enn þá þannig. Hlutirnir eru að breytast. Það eru hluthafar í þessum fyrirtækjum sem finnst þessir menn ekkert endilega réttastir í starfið, byggt á þessu öllu. Held að samfélagið og fólk í umræðunni sé ekki að fara að taka það í mál.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan. MeToo Pallborðið Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Nefndi hann hvernig viðbrögð fyrrverandi forsætisráðherra og viðbrögð almennings hefðu orðið til þess að KB Banki hætti við Kaupréttarsamninga árið 2003. Gunnar Ingi var gestur Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag þar sem farið var um víðan völl hvað varðar kynferðisbrotamál. Hvað megi og megi ekki gera í umfjöllun. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Í framhaldinu hafa allir fimm á ein eða annan máta stigið til hliðar. Ekki liggur þó fyrir kæra í málinu og því spurning hvers vegna fyrirtæki hafi brugðist svona hratt við. Bára Huld Beck blaðamaður Kjarnans, einn gesta Pallborðsins, taldi ólíklegt að þetta hefði gerst fyrir fimm til tíu árum síðan. Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi taldi að fyrirtækin væru að reyna að bjarga eigin skinni frekar en að um einlæg viðbrögð þeirra væri að ræða. Annars hefðu fyrirtækin gripið til aðgerða í haust þegar ásakanirnar komu fram á samfélagsmiðlum. Vilja ekki tengja sig við slíka einstaklinga Gunnar Ingi, sem hefur endurtekið farið með mál sem snúa að ærumeiðingum fyrir Mannréttindadómstólinn og mætti kalla sérfræðing í slíkum málum hvað lögin varðar, sagði að mál sem þessi snúi að almenningsáliti gagnvart þeim. Þar rugli fólk stundum saman annars vegar málum þar sem menn eru sakaðir um refsiverða háttsemi og svo hins vegar mál sem almenningur hefur óbeit á. Klippa: Gagnvart fyrirtækjunum snýst þetta um að aftengja sig þessu Gagnvart þessum fyrirtækjum vilja þau væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg,“ sagði Gunnar Ingi. Mörg dæmi megi nefna varðandi það hvernig almenningsálitið hafi spilað hlutverk í ákvörðun fyrirtækja. Nefndi hann sem dæmi þegar upplýst var um kaupréttarsamninga Kaupþings Búnaðarbanka við helstu stjórnendur bankans, þá Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra og Sigurð Einarsson stjórnarformann. Þetta var í nóvember 2003. Topparnir fengu samninga á sérkjörum Almenningi blöskraði þeir samningar sem gerðir höfðu verið við stjórnendur bankans. Sömuleiðis Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Þetta er þekkt dæmi, fyrir ekki einu sinni tuttugu árum síðan, þegar forsætisráðherra landsins gekk inn í útibú með fjölmiðlaskara á eftir sér,“ sagði Gunnar Ingi. Davíð gekk eftir hádegi 21. nóvember inn í aðalútibú Kaupþings Búnaðarbanka í Austurstræti og tók út 400 þúsund krónur af bankabók sinni. Sagðist hann ekki geta hugsað sér að geyma fé í banka sem gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti, og vísaði til kaupréttarsamninganna. Umfjöllun Morgunblaðsins um málið þann 22. nóvember 2003. „Þetta leiddi til þess að hlutabréfaverð í bankanum lækkaði og hætt var við þessa kaupréttarsamninga,“ sagði Gunnar Ingi. Hlutirnir eru að breyast Á þennan hátt geti almenningur haft skoðun á háttsemi fyrirtækja og stjórnenda þess. Það sé tilfellið í máli Vítalíu og fimmmenninganna. „Almenningi mislíkar þessi háttsemi. Gagnvart fyrirtækjunum snýst þetta um að aftengja sig þessu. Það liggur engin kæra fyrir í þessu máli, eftir því sem ég best veit, en ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli,“ sagði Gunnar. Edda sagðist ekki hafa trú á því að þessir menn verði komnir aftur í stjórnir eða sín fyrri störf eftir stuttan tíma. „Ég held að þetta sé ekki enn þá þannig. Hlutirnir eru að breytast. Það eru hluthafar í þessum fyrirtækjum sem finnst þessir menn ekkert endilega réttastir í starfið, byggt á þessu öllu. Held að samfélagið og fólk í umræðunni sé ekki að fara að taka það í mál.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan.
MeToo Pallborðið Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira