Um misopin bréf til skólafólks Ragnar Þór Pétursson skrifar 13. janúar 2022 08:30 Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum. Hún telur ákvörðun um að nota íslensku sjónvarpsþættina Brot vera mjög misráðna enda sé um að ræða umfjöllunarefni sem geti skaðað viðkvæm börn, þrátt fyrir fyrirheit kennara um að gæta varfærni. Þetta opna bréf birtist fáum dögum eftir að skólafólk hefur móttekið straum bréfa frá reiðu fólki sem telur að hin fyrrnefndu hafi gerst sek um hræðilega glæpi gegn börnum með því að hindra ekki bólusetningar. Það er fullkomlega eðlilegt að almenningur, foreldrar og hagaðilar hafi skoðanir á skólastarfi og námsefni. Það er líka eðlilegt að koma slíkum skoðunum á framfæri og ég tek undir ósk Margrétar um málefnalega umræðu. Að stórum hluta er samfélagið sjálft umfjöllunarefni skólanna. Þeir hafa það að frumtilgangi að undirbúa nemendur fyrir líf í lýðræðislegu samfélagi. Það hefur orðið allnokkuð erfiðara að finna uppbyggilega fleti á þeirri meginkröfu eftir því sem samfélagið hefur orðið aðgreindara og óumburðarlyndara. Í skólum vinna kennarar sem eru mjög áfram um að vanda störf sín jafnvel við mjög krefjandi aðstæður. Þeim ber að fylgja markmiðum aðalnámskrár og ein leið til þess er að hugsa út fyrir kassann og tengja námið við veruleika nemendanna. Kennarar eru fagfólk sem við getum verið stolt af. Í þeim tilfellum sem hér ræðir um er annarsvegar gerð athugasemd við það að notað sé sem kveikja sjónvarpsefni sem í erlendum efnisveitum er flokkað sem bannað börnum og hinsvegar við það að kennarar beiti sér ekki gegn bólusetningum. Fyrst hið fyrra: Þættirnir Brot, sem Sunnulækjarskóli á Selfossi, notar sem kveikju í náminu, voru sýndir á RÚV og við það tækifæri var búin til skapandi verkefnasmiðja sem meðal annars snerist um það að setja sig í spor lögreglu við lausn glæpa. Nemendur gátu horft á þættina í Sjónvarpinu en þar voru þeir kynntir þannig að atriði í þáttunum væru ekki við hæfi ungra barna (sjá hér). Í hinum hefðbundna íslenska skilningi felur það í sér að þættirnir séu bannaðir innan 12 ára. Slíkt efni hlýtur að vera eðlilegt að nýta í kennslu þeirra nemenda sem hér um ræðir (nemendur voru í sjöunda bekk) - það er eðlileg viðleitni skóla til að brúa bilið yfir í menningu samtíma síns. Nú veit ég ekki hvort þættirnir sem Margrét vísar til á Netflix séu aðrir þættir en þeir sem sýndir voru á Íslandi og ég geri ráð fyrir því að við því yrði brugðist ef svo væri. En umfjöllunarefnin sem Margrét talar um væru þau sömu, þar á meðal ofbeldið sem rætt er um. En hvort það er tilefni til opins bréfs í fjölmiðlum að útlönd hafi aðra staðla um áhorfsaldur en Íslendingar og að það sé barnaverndarmál ef kennarar gangi gegn hinum erlendu stöðlum verða aðrir að dæma um en ég. Mér þykir býsna djúpt tekið í árinni. Þvert á móti hefði ég haldið að hér gæfist tilvalið tækifæri til að fjalla um og taka á viðkvæmu máli á faglegan hátt. Erfið mál eru viðfangsefni skólanna. Um andúð á bólusetningum og tilraunir til að draga kennara inn í þá samfélagsdeilu sem ólgar og brennur er það að segja að grunnhugmyndin um lýðræðislegan skóla mun aldrei passa inn í samfélag sem ekki virðir lýðræðið. Fólk á rétt á allskonar skoðunum og eðlilegt er að það hafi vettvang til að tjá þær. Þú mátt trúa því að jörðin sé innan við fimm þúsund ára gömul og að sóttvarnarlæknir sé handbendi lyfjafyrirtækja. En þú hefur ekki rétt á að reisa múra þinna eigin skoðana utan um börnin þín. Þau eiga sjálfstæðan rétt á menntun. Til þeirra sem sinna henni á að gera miklar kröfur og þau sem kenna eiga að gera til sín miklar kröfur. Menntun á Íslandi er ekki fullkomin - enda er ekkert fullkomið sem á rætur sínar í raunveruleikanum. Henni er hinsvegar sinnt af metnaðarfullu fólki sem svo sannarlega reynir að gera sitt besta. Það á betra skilið en svo að sitja reglulega undir tundurskeytum vantrausts frá samfélaginu. Við höfum séð hvað verður um menntakerfin í slíkri menningu. Þau fordæmi eru til að varast. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum. Hún telur ákvörðun um að nota íslensku sjónvarpsþættina Brot vera mjög misráðna enda sé um að ræða umfjöllunarefni sem geti skaðað viðkvæm börn, þrátt fyrir fyrirheit kennara um að gæta varfærni. Þetta opna bréf birtist fáum dögum eftir að skólafólk hefur móttekið straum bréfa frá reiðu fólki sem telur að hin fyrrnefndu hafi gerst sek um hræðilega glæpi gegn börnum með því að hindra ekki bólusetningar. Það er fullkomlega eðlilegt að almenningur, foreldrar og hagaðilar hafi skoðanir á skólastarfi og námsefni. Það er líka eðlilegt að koma slíkum skoðunum á framfæri og ég tek undir ósk Margrétar um málefnalega umræðu. Að stórum hluta er samfélagið sjálft umfjöllunarefni skólanna. Þeir hafa það að frumtilgangi að undirbúa nemendur fyrir líf í lýðræðislegu samfélagi. Það hefur orðið allnokkuð erfiðara að finna uppbyggilega fleti á þeirri meginkröfu eftir því sem samfélagið hefur orðið aðgreindara og óumburðarlyndara. Í skólum vinna kennarar sem eru mjög áfram um að vanda störf sín jafnvel við mjög krefjandi aðstæður. Þeim ber að fylgja markmiðum aðalnámskrár og ein leið til þess er að hugsa út fyrir kassann og tengja námið við veruleika nemendanna. Kennarar eru fagfólk sem við getum verið stolt af. Í þeim tilfellum sem hér ræðir um er annarsvegar gerð athugasemd við það að notað sé sem kveikja sjónvarpsefni sem í erlendum efnisveitum er flokkað sem bannað börnum og hinsvegar við það að kennarar beiti sér ekki gegn bólusetningum. Fyrst hið fyrra: Þættirnir Brot, sem Sunnulækjarskóli á Selfossi, notar sem kveikju í náminu, voru sýndir á RÚV og við það tækifæri var búin til skapandi verkefnasmiðja sem meðal annars snerist um það að setja sig í spor lögreglu við lausn glæpa. Nemendur gátu horft á þættina í Sjónvarpinu en þar voru þeir kynntir þannig að atriði í þáttunum væru ekki við hæfi ungra barna (sjá hér). Í hinum hefðbundna íslenska skilningi felur það í sér að þættirnir séu bannaðir innan 12 ára. Slíkt efni hlýtur að vera eðlilegt að nýta í kennslu þeirra nemenda sem hér um ræðir (nemendur voru í sjöunda bekk) - það er eðlileg viðleitni skóla til að brúa bilið yfir í menningu samtíma síns. Nú veit ég ekki hvort þættirnir sem Margrét vísar til á Netflix séu aðrir þættir en þeir sem sýndir voru á Íslandi og ég geri ráð fyrir því að við því yrði brugðist ef svo væri. En umfjöllunarefnin sem Margrét talar um væru þau sömu, þar á meðal ofbeldið sem rætt er um. En hvort það er tilefni til opins bréfs í fjölmiðlum að útlönd hafi aðra staðla um áhorfsaldur en Íslendingar og að það sé barnaverndarmál ef kennarar gangi gegn hinum erlendu stöðlum verða aðrir að dæma um en ég. Mér þykir býsna djúpt tekið í árinni. Þvert á móti hefði ég haldið að hér gæfist tilvalið tækifæri til að fjalla um og taka á viðkvæmu máli á faglegan hátt. Erfið mál eru viðfangsefni skólanna. Um andúð á bólusetningum og tilraunir til að draga kennara inn í þá samfélagsdeilu sem ólgar og brennur er það að segja að grunnhugmyndin um lýðræðislegan skóla mun aldrei passa inn í samfélag sem ekki virðir lýðræðið. Fólk á rétt á allskonar skoðunum og eðlilegt er að það hafi vettvang til að tjá þær. Þú mátt trúa því að jörðin sé innan við fimm þúsund ára gömul og að sóttvarnarlæknir sé handbendi lyfjafyrirtækja. En þú hefur ekki rétt á að reisa múra þinna eigin skoðana utan um börnin þín. Þau eiga sjálfstæðan rétt á menntun. Til þeirra sem sinna henni á að gera miklar kröfur og þau sem kenna eiga að gera til sín miklar kröfur. Menntun á Íslandi er ekki fullkomin - enda er ekkert fullkomið sem á rætur sínar í raunveruleikanum. Henni er hinsvegar sinnt af metnaðarfullu fólki sem svo sannarlega reynir að gera sitt besta. Það á betra skilið en svo að sitja reglulega undir tundurskeytum vantrausts frá samfélaginu. Við höfum séð hvað verður um menntakerfin í slíkri menningu. Þau fordæmi eru til að varast. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun