Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2022 09:51 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Egill Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. Í erindinu, sem er dagsett 11. janúar, segir að umboðsmanni hafi borist ábendingar um að umhverfi sýnatökunnar sé ekki barnvænt, auk þess sem þröngt sé um börnin og foreldra þeirra. Þá séu þeir sem taka sýni úr börnunum ekki menntaðir heilbrigðisstarfsmenn og þeir hafi ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í erindinu. Umboðsmaður beinir því til stofnunarinnar að aðskilja þau svæði þar sem sýnatökur barna annars vegar og fullorðinna hins vegar fara fram og umhverfið gert hlýlegt og barnvænt. Þá sé æskilegt að þeir sem taka sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn eða hafi hið minnsta fengið þjálfun til að gera þeim kleift að bregðast við kvíða og vanlíðan barnanna vegna sýnatökunnar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, sem sér um sýnatökur við Suðurlandsbraut, hafði áður fengið áþekkt bréf frá umboðsmanni og hefur nú brugðist við ábendingum, meðal annars með því að veita börnum forgang og þjálfa starfsmenn í að taka sýni úr börnum. Hins vegar er enn tekið á móti börnum og fullorðnum á sama svæði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Réttindi barna Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Í erindinu, sem er dagsett 11. janúar, segir að umboðsmanni hafi borist ábendingar um að umhverfi sýnatökunnar sé ekki barnvænt, auk þess sem þröngt sé um börnin og foreldra þeirra. Þá séu þeir sem taka sýni úr börnunum ekki menntaðir heilbrigðisstarfsmenn og þeir hafi ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í erindinu. Umboðsmaður beinir því til stofnunarinnar að aðskilja þau svæði þar sem sýnatökur barna annars vegar og fullorðinna hins vegar fara fram og umhverfið gert hlýlegt og barnvænt. Þá sé æskilegt að þeir sem taka sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn eða hafi hið minnsta fengið þjálfun til að gera þeim kleift að bregðast við kvíða og vanlíðan barnanna vegna sýnatökunnar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, sem sér um sýnatökur við Suðurlandsbraut, hafði áður fengið áþekkt bréf frá umboðsmanni og hefur nú brugðist við ábendingum, meðal annars með því að veita börnum forgang og þjálfa starfsmenn í að taka sýni úr börnum. Hins vegar er enn tekið á móti börnum og fullorðnum á sama svæði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Réttindi barna Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira