Skoðun

To bíl or not to bíl

Baldur Borgþórsson skrifar

Það er spurningin

Þegar gengið verður til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí næstkomandi verða valkostir kjósenda afar skýrir:

Frelsi eða forræðishyggja.

Tökum lítið dæmi um muninn á þessum tveim valkostum.

Borgarbúum, þar með talið þér, mun annars vegar standa til boða að láta fámennan hóp pólitíkusa ákveða eftirfarandi að fólki forspurðu:

Hvar þú mátt búa.

Hvernig húsnæði þú mátt búa í.

Hvenær þú ferðast á milli staða.

Með hvaða hætti þú ferðast á milli staða.

Þetta eru aðeins dæmi um hvernig forræðishyggjan virkar en veita þó ágæta innsýn í hvað í þeim valkosti felst.

Sé þessi valkostur eitthvað sem heillar þig, þá kýstu einfaldlega einn þeirra flokka sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn, Samfylkingu, Vinstri græna, Pírata eða Viðreisn, flokkana sem hafa barist fyrir að ákveða eitthvað fyrir þig að fólki forspurðu allt yfirstandandi kjörtímabil.

Borgarbúum, þar með talið þér, mun hins vegar standa til boða að velja til starfa fólk sem vill eftirfarandi:

Að þú ákveðir hvar þú vilt búa.

Að þú ákveðir hvernig húsnæði þú vilt búa í.

Að þú ákveðir hvenær þú vilt ferðast milli staða.

Að þú ákveðir með hvaða hætti þú vilt ferðast milli staða.

Þetta eru aðeins dæmi um hvernig frelsið virkar, frelsið til að velja það sem hentar þér og þínum best en veita þó ágæta innsýn í hvað í þeim valkosti felst.

Sé þessi seinni valkostur eitthvað sem heillar þig þá kýstu einfaldlega Sjálfstæðisflokkinn.

Flokkinn sem hefur barist fyrir frelsinu allt yfirstandandi kjörtímabil - frelsi þínu til að velja.

Þegar öllu er á botninn hvolft, viltu frelsi eða forræðishyggju?

Valið er þitt.

Höfundur er varaborgarfulltrúi.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×