Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Jóhanna E. Torfadóttir og Sigrún Daníelsdóttir skrifa 13. janúar 2022 12:01 Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. Það getur þó reynst varasamt og sýna rannsóknir að innan árs hafa flest bætt aftur á sig einum til tveimur þriðja hluta þyngdarinnar sem var tapað og eftir 5 ár eru flest komin aftur í sömu þyngd. Langtímarannsóknir sýna einnig að einn þriðji þeirra sem léttist var orðinn þyngri en þau voru áður en þau byrjuðu í átakinu. Þessar niðurstöður eru síður en svo nýjar af nálinni. Þær hafa komið endurtekið fram í rannsóknum um áratugaskeið og eru svo afgerandi að rannsakendur sem fóru yfir niðurstöður þyngdartapsrannsókna ályktuðu fyrir fimmtán árum síðan að óþarfi væri að halda áfram að rannsaka þessa nálgun þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að hún skilaði ekki árangri. Þyngdartapstilraunir enda yfirleitt í þyngdarsveiflum (e. weight cycling) og benda rannsóknir til þess að þær geti sjálfar verið skaðlegar heilsu. Meðal þess sem komið hefur fram hjá þeim sem léttast og þyngjast ítrekað á víxl eru aukin andleg vanlíðan, tap á vöðvamassa, langvinnar bólgur í líkamanum, háþrýstingur og jafnvel aukin dánartíðni. Megrun eykur jafnframt líkur á þróun átraskana sem eru alvarlegar geðraskanir með margvíslegar og stundum varanlegar heilsufarslegar afleiðingar. Það má því segja að frasinn sem oft er sagður þegar einhver vill léttast, að viðkomandi eigi bara að hreyfa sig meira og borða minna, geti beinlínis verið hættulegur heilsunni okkar. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef við byrjum að hreyfa okkur meira en venjulega þá getur líka þurft að borða meira. Oft gerist það við aukna hreyfingu að við sækjum í hollara fæði. Það er auðvitað jákvætt og stuðlar að því að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Rannsóknir sýna að hollari lífsvenjur bæta heilsuna óháð því hvort þyngdartap eigi sér stað eða ekki. Hvort sem við léttumst eða þyngjumst ætti því fókusinn að vera á lífsvenjurnar frekar en breytingar á vigtinni. Sömuleiðis er vert að hafa í huga tengsl andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta við góða heilsu. Það er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna að búa við öryggi, draga úr streitu, bæta svefn og auka félagslega virkni svo fátt eitt sé nefnt. Hér er gott að rifja upp fimm leiðir að vellíðan og geðorðin 10, ásamt ráðleggingum um mataræði og hreyfingu, sem finna má á vefsíðu embættis landlæknis. Höfum líka hugfast að stundum snúa áskoranir okkar að þáttum sem eru ekki á okkar færi að leysa og þá er mikilvægt að leita aðstoðar. Jóhanna E. Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknisSigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. Það getur þó reynst varasamt og sýna rannsóknir að innan árs hafa flest bætt aftur á sig einum til tveimur þriðja hluta þyngdarinnar sem var tapað og eftir 5 ár eru flest komin aftur í sömu þyngd. Langtímarannsóknir sýna einnig að einn þriðji þeirra sem léttist var orðinn þyngri en þau voru áður en þau byrjuðu í átakinu. Þessar niðurstöður eru síður en svo nýjar af nálinni. Þær hafa komið endurtekið fram í rannsóknum um áratugaskeið og eru svo afgerandi að rannsakendur sem fóru yfir niðurstöður þyngdartapsrannsókna ályktuðu fyrir fimmtán árum síðan að óþarfi væri að halda áfram að rannsaka þessa nálgun þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að hún skilaði ekki árangri. Þyngdartapstilraunir enda yfirleitt í þyngdarsveiflum (e. weight cycling) og benda rannsóknir til þess að þær geti sjálfar verið skaðlegar heilsu. Meðal þess sem komið hefur fram hjá þeim sem léttast og þyngjast ítrekað á víxl eru aukin andleg vanlíðan, tap á vöðvamassa, langvinnar bólgur í líkamanum, háþrýstingur og jafnvel aukin dánartíðni. Megrun eykur jafnframt líkur á þróun átraskana sem eru alvarlegar geðraskanir með margvíslegar og stundum varanlegar heilsufarslegar afleiðingar. Það má því segja að frasinn sem oft er sagður þegar einhver vill léttast, að viðkomandi eigi bara að hreyfa sig meira og borða minna, geti beinlínis verið hættulegur heilsunni okkar. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef við byrjum að hreyfa okkur meira en venjulega þá getur líka þurft að borða meira. Oft gerist það við aukna hreyfingu að við sækjum í hollara fæði. Það er auðvitað jákvætt og stuðlar að því að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Rannsóknir sýna að hollari lífsvenjur bæta heilsuna óháð því hvort þyngdartap eigi sér stað eða ekki. Hvort sem við léttumst eða þyngjumst ætti því fókusinn að vera á lífsvenjurnar frekar en breytingar á vigtinni. Sömuleiðis er vert að hafa í huga tengsl andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta við góða heilsu. Það er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna að búa við öryggi, draga úr streitu, bæta svefn og auka félagslega virkni svo fátt eitt sé nefnt. Hér er gott að rifja upp fimm leiðir að vellíðan og geðorðin 10, ásamt ráðleggingum um mataræði og hreyfingu, sem finna má á vefsíðu embættis landlæknis. Höfum líka hugfast að stundum snúa áskoranir okkar að þáttum sem eru ekki á okkar færi að leysa og þá er mikilvægt að leita aðstoðar. Jóhanna E. Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknisSigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar