Evra efast um covid, segir það pólítískt og að Bill Gates eigi þátt í faraldrinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2022 15:23 Patrice Evra hefur skrítnar skoðanir á kórónuveirufaraldrinum. getty/Matthew Lewis Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United, Juventus og fleiri liða, fór mikinn í viðtali í frönskum sjónvarpsþætti þar sem hann opinberaði sig sem efasemdarmann um kórónuveirufaraldurinn. Evra varði meðal annars rétt fólks til að hafna bólusetningu, sagði að faraldurinn væri pólítískur, óttinn réði og gaf í skyn að einn ríkasti maður heims hafi átt þátt í að hrinda faraldrinum af stað. „Í augnablikinu finnst mér við tala of mikið um þetta covid. Við verðum að vera heiðarleg. Fólk hefur dáið vegna covid en ég fæ það á tilfinninguna að jafnvel ef þú lendir í bílslysi segjum við að það hafi verið út af covid,“ sagði Evra við BFM TV. „Mér finnst þetta vera pólítískt og ef alltaf sagt að þegar þú vilt stjórn fólki gerirðu það með óttanum. Við verðum að vera á varðbergi.“ Evra sagði að óbólusettir ættu ekki að fá aðra meðferð en aðrir. „Þetta verður að hætta núna, að bólusett fólk sé álitið gott en óbólusett vont. Nei, öllum er frjálst að gera og trúa því sem þeir vilja. Fólk verður að hafa rétt til að gera það sem það vill. Því enginn veit í raun hvað þetta er, þetta covid. Fyrir mér er þetta tilviljun. Við ljúgum ekki að hvort öðru. Þetta covid er fyrir tilviljun.“ Evra blandaði svo bandaríska milljarðamæringnum Bill Gates í málið og ýjaði að því að hann hefði vitað af veirunni fyrir löngu. „Bill Gates hafði þegar talað um þetta á ráðstefnu 2013. Ég segi ekki að þetta hafi verið skipulagt en ég myndi vilja að fólk talaði einhvern tímann um þetta, því ég tala alltaf hreint út. En covid hræðir mig ekki,“ sagði Evra í skringilegri ræðu. Vorið 2020, í fyrstu bylgju faraldursins, bað Evra fólk að halda sig heima og hvatti þá sem áttu í vandræðum vegna veirunnar til dáða. Tæpum tveimur árum seinna er komið aðeins annað hljóð í strokkinn hjá Frakkanum. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Evra varði meðal annars rétt fólks til að hafna bólusetningu, sagði að faraldurinn væri pólítískur, óttinn réði og gaf í skyn að einn ríkasti maður heims hafi átt þátt í að hrinda faraldrinum af stað. „Í augnablikinu finnst mér við tala of mikið um þetta covid. Við verðum að vera heiðarleg. Fólk hefur dáið vegna covid en ég fæ það á tilfinninguna að jafnvel ef þú lendir í bílslysi segjum við að það hafi verið út af covid,“ sagði Evra við BFM TV. „Mér finnst þetta vera pólítískt og ef alltaf sagt að þegar þú vilt stjórn fólki gerirðu það með óttanum. Við verðum að vera á varðbergi.“ Evra sagði að óbólusettir ættu ekki að fá aðra meðferð en aðrir. „Þetta verður að hætta núna, að bólusett fólk sé álitið gott en óbólusett vont. Nei, öllum er frjálst að gera og trúa því sem þeir vilja. Fólk verður að hafa rétt til að gera það sem það vill. Því enginn veit í raun hvað þetta er, þetta covid. Fyrir mér er þetta tilviljun. Við ljúgum ekki að hvort öðru. Þetta covid er fyrir tilviljun.“ Evra blandaði svo bandaríska milljarðamæringnum Bill Gates í málið og ýjaði að því að hann hefði vitað af veirunni fyrir löngu. „Bill Gates hafði þegar talað um þetta á ráðstefnu 2013. Ég segi ekki að þetta hafi verið skipulagt en ég myndi vilja að fólk talaði einhvern tímann um þetta, því ég tala alltaf hreint út. En covid hræðir mig ekki,“ sagði Evra í skringilegri ræðu. Vorið 2020, í fyrstu bylgju faraldursins, bað Evra fólk að halda sig heima og hvatti þá sem áttu í vandræðum vegna veirunnar til dáða. Tæpum tveimur árum seinna er komið aðeins annað hljóð í strokkinn hjá Frakkanum.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira