Segir ellefu ára dóttur sína ekki mega mæta í skólann nema hún sé bólusett Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2022 14:00 Fjölskyldan í New York. aðsend Íslendingur sem búsettur er í New York segir að hún megi ekki mæta til vinnu nema sýna fram á að hún sé bólusett. Þessi takmörkun tekur einnig til barna en ellefu ára dóttir hennar fær ekki að mæta í skólann nema bólusett. Kristín Krantz er búsett í New York ásamt fjölskyldu sinni. Faraldur kórónuveirunnar leikur íbúa þar grátt líkt og annars staðar en hún segir að á degi hverjum greinist um 25 til 30 þúsund smitaðir af Covid-19. Ellefu ára dóttirin fær ekki að mæta í skólann nema bólusett Hún segir að nær alls staðar sé bólusetning skilyrði til þess að fá að mæta í skóla og vinnu. En þessi takmörkun tekur líka til barna. „Það sem þeir eru að gera núna er að þeir setja kröfu á að fólk verði að vera bólusett. Dóttir mín getur ekki haldið áfram að mæta í danstíma nema að hún sé fullbólusett og hún er ellefu ára. Í skólanum hennar er krafa um bólusetningu, annars fær hún ekki að mæta í skólann. Ég verð að vera bólusett til þess að geta komið inn á skrifstofuna mína. Veitingastaðir krefja mann um bólusetningarvottorð og sumir krefjast þess að maður sé með örvunarskammt.“ Hún segist fegin að hafa látið bólusetja dóttur hennar þar sem ómíkron afbrigðið herji töluvert á börn í New York. Fréttastofa ræddi við Kristínu í fyrir helgi en þá greindi hún frá því að hafa fengið svínaflensuna og þrjú afbrigði af Covid.19. Hraðpróf nær ófáanleg Þá segir hún að erfitt sé að komast að í PCR próf og heimapróf nær ófáanleg. „Og núna eru allar hillur tómar og það er voðalega erfitt að nálgast þetta. Ég pantaði mér hraðpróf á Amazon á netinu og eitt próf kostaði sextíu dollara og svo er þetta ekki einu sinni það nákvæmt,“ sagði Kristín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kristín Krantz er búsett í New York ásamt fjölskyldu sinni. Faraldur kórónuveirunnar leikur íbúa þar grátt líkt og annars staðar en hún segir að á degi hverjum greinist um 25 til 30 þúsund smitaðir af Covid-19. Ellefu ára dóttirin fær ekki að mæta í skólann nema bólusett Hún segir að nær alls staðar sé bólusetning skilyrði til þess að fá að mæta í skóla og vinnu. En þessi takmörkun tekur líka til barna. „Það sem þeir eru að gera núna er að þeir setja kröfu á að fólk verði að vera bólusett. Dóttir mín getur ekki haldið áfram að mæta í danstíma nema að hún sé fullbólusett og hún er ellefu ára. Í skólanum hennar er krafa um bólusetningu, annars fær hún ekki að mæta í skólann. Ég verð að vera bólusett til þess að geta komið inn á skrifstofuna mína. Veitingastaðir krefja mann um bólusetningarvottorð og sumir krefjast þess að maður sé með örvunarskammt.“ Hún segist fegin að hafa látið bólusetja dóttur hennar þar sem ómíkron afbrigðið herji töluvert á börn í New York. Fréttastofa ræddi við Kristínu í fyrir helgi en þá greindi hún frá því að hafa fengið svínaflensuna og þrjú afbrigði af Covid.19. Hraðpróf nær ófáanleg Þá segir hún að erfitt sé að komast að í PCR próf og heimapróf nær ófáanleg. „Og núna eru allar hillur tómar og það er voðalega erfitt að nálgast þetta. Ég pantaði mér hraðpróf á Amazon á netinu og eitt próf kostaði sextíu dollara og svo er þetta ekki einu sinni það nákvæmt,“ sagði Kristín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46