Búin að klára læknisnámið með atvinnumennsku fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 13:31 Nadia Nadim á ferðinni í leik með danska landsliðinu. Þrjú af 38 mörkum hennar fyrir landsliðið komu á móti Íslandi. EPA/VINCENT JANNINK Nadia Nadim flúði Afganistan ellefu ára gömul eftir að faðir hennar var drepinn. Síðan hefur hún gert mikið með tækifærin sín bæði inn á knattspyrnuvellinum en líka utan hans. Nadim sagði frá því á miðlum sínum um helgina að hún sé nú orðin doktor Nadia Nadim eftir að hún kláraði læknisnámið. MAMA, I MADE IT!!!! #SchoolsOut Doctor Nadim in the house! pic.twitter.com/QIn2xkcVwV— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022 „Þakkir til allra sem hafa stutt við bakið á mér frá fyrsta degi og til allra vinanna sem ég hef eignast á leiðinni. Ég hefði ekki getað þetta án ykkar og ég verða alltaf þakklát fyrir ykkar stuðning,“ skrifaði Nadia Nadim en bætti svo við: „Fyrir hina sem trúðu ekki á mig og gagnrýndu mig. Ég stóð mig vel og það er ekkert sem þið gert í því,“ skrifaði Nadia. Nadim hélt áfram í námi samhliða því að spila sem atvinnukona í knattspyrnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Hún talar ellefu tungumál og kláraði læknisnámið á fimm árum. Tungumálin sem hún talar eru danska, enska, spænska, franska, þýska, persíska, dari, urdu, Hindi, arabíska og latneska. Nadia Nadim hefur undanfarin tvö ár spilað með franska liðinu Paris Saint-Germain en var þar áður hjá Manchester City. Hún er núna leikmaður bandaríska liðsins Racing Louisville FC. Nadia hefur skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félög sín og er jafnframt komin með 38 mörk í 99 landsleikjum fyrir Dani. Nadia flúði Afganistan þegar Talibanar drápu föður hennar árið 2000. Fjölskyldan endaði í Danmörku þar sem hún byrjaði fótboltaferil sinn. Fyrsta reynsla hennar af Meistaradeildinni kom með Fortuna Hjørring þar sem hún skoraði tvö mörk í fyrsta leik. Hún spilaði síðan með liðum Sky Blue FC og Portland Thorns í bandarísku deildinni en hún var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá því síðara. Nadia hélt áfram í námi þrátt fyrir atvinnumannaferil sinn og stundaði læknisnám við skóla í Árósum. Thanks to everyone who has been supporting me from day 1, and all new friends I made along the road. I could not have done it without you, and I will forever be grateful for your support For the haters, I did it again. Kicked a** and there s nothing you can do about it! pic.twitter.com/zqdy3kay0b— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022 Danski boltinn Danmörk Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Nadim sagði frá því á miðlum sínum um helgina að hún sé nú orðin doktor Nadia Nadim eftir að hún kláraði læknisnámið. MAMA, I MADE IT!!!! #SchoolsOut Doctor Nadim in the house! pic.twitter.com/QIn2xkcVwV— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022 „Þakkir til allra sem hafa stutt við bakið á mér frá fyrsta degi og til allra vinanna sem ég hef eignast á leiðinni. Ég hefði ekki getað þetta án ykkar og ég verða alltaf þakklát fyrir ykkar stuðning,“ skrifaði Nadia Nadim en bætti svo við: „Fyrir hina sem trúðu ekki á mig og gagnrýndu mig. Ég stóð mig vel og það er ekkert sem þið gert í því,“ skrifaði Nadia. Nadim hélt áfram í námi samhliða því að spila sem atvinnukona í knattspyrnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Hún talar ellefu tungumál og kláraði læknisnámið á fimm árum. Tungumálin sem hún talar eru danska, enska, spænska, franska, þýska, persíska, dari, urdu, Hindi, arabíska og latneska. Nadia Nadim hefur undanfarin tvö ár spilað með franska liðinu Paris Saint-Germain en var þar áður hjá Manchester City. Hún er núna leikmaður bandaríska liðsins Racing Louisville FC. Nadia hefur skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félög sín og er jafnframt komin með 38 mörk í 99 landsleikjum fyrir Dani. Nadia flúði Afganistan þegar Talibanar drápu föður hennar árið 2000. Fjölskyldan endaði í Danmörku þar sem hún byrjaði fótboltaferil sinn. Fyrsta reynsla hennar af Meistaradeildinni kom með Fortuna Hjørring þar sem hún skoraði tvö mörk í fyrsta leik. Hún spilaði síðan með liðum Sky Blue FC og Portland Thorns í bandarísku deildinni en hún var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá því síðara. Nadia hélt áfram í námi þrátt fyrir atvinnumannaferil sinn og stundaði læknisnám við skóla í Árósum. Thanks to everyone who has been supporting me from day 1, and all new friends I made along the road. I could not have done it without you, and I will forever be grateful for your support For the haters, I did it again. Kicked a** and there s nothing you can do about it! pic.twitter.com/zqdy3kay0b— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira