„Þetta er bara spurning um tíma“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2022 13:09 Bíll sem sat fastur í snjóflóðinu í gær. Jónþór Eiríksson Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. „Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.” Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.”
Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira